Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping er liðið gerði 4-4 jafntefli við Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni.
Norrköping var 3-0 undir eftir 41 mínútu en á 71. mínútu var staðan orðin jöfn. Frábær endurkoma hjá Norrköping en fjörinu var ekki lokið.
Sundsvall komst aftur yfir á 77. mínútu en þremur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir aftur og lokatölur 4-4 jafntefli.
Eftir jafnteflið er Norrköping með 50 stig í 5. sæti deildarinnar en Sundsvall er í umspilssæti um fall er þrjár umferðir eru eftir.
Rúrik Gíslason var ónotaður varamaður er Sandhausen gerði 2-2 jafntefli við Erzgebirge Aue í þýsku B-deildinni.
Sandhausen er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig eftir fyrstu níu leikina en toppliðið HSV er með tuttugu stig.
