Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 09:30 Málsókn Jóhanns var kynnt í apríl á síðasta ári. Fréttablaðið/Eyþór Lögmaður Jóhanns Helgasonar hefur lagt fyrir dómstól í Los Angeles yfirlýsingar hóps einstaklinga sem eiga meðal annars að sýna fram á aðgang norska lagahöfundarins Rolfs Løvland að laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason áður en Løvland gaf út lagið You Raise Me Up. Kveðst þetta fólk reiðubúið að gefa eiðsvarinn vitnisburð fyrir dómi. Skjölin eru aðgengileg á vef dómstólsins í Los Angeles. Veigamesta yfirlýsingin er frá Jon Kjell Seljeseth, landa Rolfs Løvland. Jon flutti til Íslands árið 1980. Norðmennirnir tveir hittust í tvígang í tengslum við Eurovison; í Zagreb 1990 og á Írlandi 1993. Jon Kjell var í bæði skiptin útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir íslenska framlagið.Snýst um aðgang að Söknuði Jon Kjell segir að í Zagreb hafi Løvland rætt endurtekið við Pétur Kristjánsson heitinn sem haf i verið að dreifa kynningarkassettu með íslenskum lögum, þar á meðal Söknuði. Kveður hann erfitt að ímynda sér að Pétur hafi ekki látið Løvland hafa eintak því norski lagahöfundurinn hafi samið sigurlagið í Eurovision 1985, La det swinge, og því verið mikilvægur í þessu tilliti. Í framhaldinu rekur Jon Kjell að þeir Løvland hafi starfað saman í Stúdíó Sýrlandi í Reykjavík á árinu 1995. Þar var Løvland ásamt samstarfskonu sinni úr hljómsveitinni Secret Garden, Fionnuala Sherry, að taka upp fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Segist Jon Kjell hafa varað við því að eitt laganna sem Løvland kallaði Adagio væri í raun djasslagið Autumn Leaves. Hann hafi árangurslaust ráðlagt Løvland að nota það ekki. Aðrir sem komið hafi í hljóðverið hafi tekið eftir því sama. Það geti bæði Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte og upptökustjórinn Óskar Páll Sveinsson staðfest. „Seinna komst ég að því að stuttu eftir útgáfu plötunnar hefðu eigendur réttarins að Autumn Leaves sakað Løvland um lagastuld,“ segir Jon Kjell í yfirlýsingunni. Lögmaður Jóhanns, Michael Machat, fullyrðir að Løvland hafi orðspor fyrir að taka verk annarra ófrjálsri hendi. Í dómsmálinu ytra þarf ekki aðeins að skera úr um líkindi laganna heldur getur aðgengi Løvlands að lagi Jóhanns ráðið úrslitum. Í greinargerð lögmanna Universal og Warner er ekki gerður ágreiningur um að Løvland hafi hugsanlega haft aðgengi að Söknuði áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up en þeir segja Norðmanninn einungis hafa verið á Íslandi í tvo daga. Lögmaður Jóhanns bendir hins vegar á að í bók sem Løvland skrifaði sjálfur og ber titilinn You Raise Me Up komi fram að hann hafi verið við störf á Íslandi í tvær ískaldar vikur í janúar 1995. Og það hafi ekki verið fyrsta heimsóknin til Íslands. „Árið áður hafði ég framleitt tvær plötur á Íslandi,“ rifjar Løvland upp í bókinni sem kom út árið 2015. Að sögn Jons Kjell voru útvarpsstöðvar RÚV og Bylgjan iðulega hafðar á í Stúdíó Sýrlandi. „Að teknu tilliti til stöðugrar og reglulegrar spilunar á Söknuði, sem íslenskt útvarpsfólk getur staðfest, tel ég það mjög líklegt að Løvland hafi heyrt Söknuð á meðan hann var í Stúdíó Sýrlandi,“ segir í yfirlýsingu Jons Kjell. Tókst loks að stefna Løvland Með skjölunum sem lögð hafa verið fyrir dóminn í LA er einmitt yfirlýsing frá útvarpskonunni Andreu Jónsdóttur. Staðfestir hún að Söknuður hafi fengið gríðarlega útvarpsspilun allt frá því lagið kom fyrst út. „Í ljósi þessarar stöðugu spilunar í útvarpi í meira en fjóra áratugi getur Söknuður talist mest leikna lag allra tíma í íslensku útvarpi,“ fullyrðir Andrea. Einnig er meðal skjalanna yfirlýsing frá Jónasi R. Jónssyni og upptökumanninum Tony Cook varðandi tímasetningu á upptöku plötunnar Hananú með Vilhjálmi Vilhjálmssyni þar sem lagið Söknuð er að finna. Segja þeir svokallaðar demóupptökur hafa verið gerðar í maí 1976 og að eiginlegar upptökur hafi byrjað 7. desember það ár. Platan kom svo út 1977. Steinar Berg Ísleifsson, sem gaf út fjölda hljómplatna í gegnum fyrirtækin Steina og Skífuna, vitnar í yfirlýsingu um hversu gríðarvel Söknuður hafi selst. Það hafi í raun gert plötuna Hananú að því sem hún varð. Lagið hafi komið út í fjölda útgáfa. Fyrir dóminum liggur skjal þar sem listaðar eru 47 útgáfur af laginu. Þá vitnar Jófríður Björnsdóttir um það að lagið Söknuður í instrúmental útgáfu hafi verið á lagalista sem leikinn hafi verið um borð í flugvélum Icelandair fyrir flugtak og eftir lendingu á tíunda áratugnum, eða á því tímabili sem Rolf Løvland heimsótti Ísland. Jófríður var þá flugfreyja hjá Icelandair. Segir lögmaður Jóhanns líklegast að Løvland hafi flogið með Icelandair og þannig heyrt Söknuð. Ellert Ingason, hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna, staðfestir að allt frá því Söknuður kom út árið 1977 til dagsins í dag sé það mest leikna lagið við útfarir að frátöldum lögum sem finna megi í íslensku sálmabókinni. Vitnað er í Fréttablaðið frá 8. júlí 2007 þar sem 25 álitsgjafar völdu Söknuð sem besta íslenska dægurlag 20. aldarinnar. Greining Ríkarðs Pálssonar og Arnar Óskarssonar frá árinu 2004 sem unnin var fyrir STEF þar sem líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up eru sögð vera 97 prósent er einnig lögð fram. Þetta hefur áður komið fram í Fréttablaðinu. Í skjölunum er einnig að finna yfirlýsingu frá Hjalta Árnasyni sem kveðst ásamt félögum sínum hafa rekið útvarpsstöð í Ósló fyrir Íslendingafélagið árin 1995 til 2002. Útsendingar hafi verið í sex klukkustundir á þriðjudagskvöldum á rás sem þeir deildu með öðrum útvarpsstöðvum og útsendingin náð til Óslóar og Akershus. „Þar sem ákveðið var strax í byrjun að spila aðeins íslenska tónlist var Söknuður oft leikinn,“ segir í yfirlýsingu Hjalta sem kveðst glaður munu mæta ásamt samstarfsmanni sínum og vitna. Stefna Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland sjálfum var loks birt Norðmanninum með atbeina norskra yfirvalda og samkvæmt Haag-sáttmálunum um stefnubirtingar 16. ágúst síðastliðinn. Áður hafði Norðmaðurinn í tvígang endursent stefnuna til lögmanns Jóhanns. Løvland mun ekki enn hafa tilnefnt lögmann fyrir sína hönd fyrir dómstólnum í Los Angeles. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögmaður Jóhanns Helgasonar hefur lagt fyrir dómstól í Los Angeles yfirlýsingar hóps einstaklinga sem eiga meðal annars að sýna fram á aðgang norska lagahöfundarins Rolfs Løvland að laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason áður en Løvland gaf út lagið You Raise Me Up. Kveðst þetta fólk reiðubúið að gefa eiðsvarinn vitnisburð fyrir dómi. Skjölin eru aðgengileg á vef dómstólsins í Los Angeles. Veigamesta yfirlýsingin er frá Jon Kjell Seljeseth, landa Rolfs Løvland. Jon flutti til Íslands árið 1980. Norðmennirnir tveir hittust í tvígang í tengslum við Eurovison; í Zagreb 1990 og á Írlandi 1993. Jon Kjell var í bæði skiptin útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir íslenska framlagið.Snýst um aðgang að Söknuði Jon Kjell segir að í Zagreb hafi Løvland rætt endurtekið við Pétur Kristjánsson heitinn sem haf i verið að dreifa kynningarkassettu með íslenskum lögum, þar á meðal Söknuði. Kveður hann erfitt að ímynda sér að Pétur hafi ekki látið Løvland hafa eintak því norski lagahöfundurinn hafi samið sigurlagið í Eurovision 1985, La det swinge, og því verið mikilvægur í þessu tilliti. Í framhaldinu rekur Jon Kjell að þeir Løvland hafi starfað saman í Stúdíó Sýrlandi í Reykjavík á árinu 1995. Þar var Løvland ásamt samstarfskonu sinni úr hljómsveitinni Secret Garden, Fionnuala Sherry, að taka upp fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Segist Jon Kjell hafa varað við því að eitt laganna sem Løvland kallaði Adagio væri í raun djasslagið Autumn Leaves. Hann hafi árangurslaust ráðlagt Løvland að nota það ekki. Aðrir sem komið hafi í hljóðverið hafi tekið eftir því sama. Það geti bæði Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte og upptökustjórinn Óskar Páll Sveinsson staðfest. „Seinna komst ég að því að stuttu eftir útgáfu plötunnar hefðu eigendur réttarins að Autumn Leaves sakað Løvland um lagastuld,“ segir Jon Kjell í yfirlýsingunni. Lögmaður Jóhanns, Michael Machat, fullyrðir að Løvland hafi orðspor fyrir að taka verk annarra ófrjálsri hendi. Í dómsmálinu ytra þarf ekki aðeins að skera úr um líkindi laganna heldur getur aðgengi Løvlands að lagi Jóhanns ráðið úrslitum. Í greinargerð lögmanna Universal og Warner er ekki gerður ágreiningur um að Løvland hafi hugsanlega haft aðgengi að Söknuði áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up en þeir segja Norðmanninn einungis hafa verið á Íslandi í tvo daga. Lögmaður Jóhanns bendir hins vegar á að í bók sem Løvland skrifaði sjálfur og ber titilinn You Raise Me Up komi fram að hann hafi verið við störf á Íslandi í tvær ískaldar vikur í janúar 1995. Og það hafi ekki verið fyrsta heimsóknin til Íslands. „Árið áður hafði ég framleitt tvær plötur á Íslandi,“ rifjar Løvland upp í bókinni sem kom út árið 2015. Að sögn Jons Kjell voru útvarpsstöðvar RÚV og Bylgjan iðulega hafðar á í Stúdíó Sýrlandi. „Að teknu tilliti til stöðugrar og reglulegrar spilunar á Söknuði, sem íslenskt útvarpsfólk getur staðfest, tel ég það mjög líklegt að Løvland hafi heyrt Söknuð á meðan hann var í Stúdíó Sýrlandi,“ segir í yfirlýsingu Jons Kjell. Tókst loks að stefna Løvland Með skjölunum sem lögð hafa verið fyrir dóminn í LA er einmitt yfirlýsing frá útvarpskonunni Andreu Jónsdóttur. Staðfestir hún að Söknuður hafi fengið gríðarlega útvarpsspilun allt frá því lagið kom fyrst út. „Í ljósi þessarar stöðugu spilunar í útvarpi í meira en fjóra áratugi getur Söknuður talist mest leikna lag allra tíma í íslensku útvarpi,“ fullyrðir Andrea. Einnig er meðal skjalanna yfirlýsing frá Jónasi R. Jónssyni og upptökumanninum Tony Cook varðandi tímasetningu á upptöku plötunnar Hananú með Vilhjálmi Vilhjálmssyni þar sem lagið Söknuð er að finna. Segja þeir svokallaðar demóupptökur hafa verið gerðar í maí 1976 og að eiginlegar upptökur hafi byrjað 7. desember það ár. Platan kom svo út 1977. Steinar Berg Ísleifsson, sem gaf út fjölda hljómplatna í gegnum fyrirtækin Steina og Skífuna, vitnar í yfirlýsingu um hversu gríðarvel Söknuður hafi selst. Það hafi í raun gert plötuna Hananú að því sem hún varð. Lagið hafi komið út í fjölda útgáfa. Fyrir dóminum liggur skjal þar sem listaðar eru 47 útgáfur af laginu. Þá vitnar Jófríður Björnsdóttir um það að lagið Söknuður í instrúmental útgáfu hafi verið á lagalista sem leikinn hafi verið um borð í flugvélum Icelandair fyrir flugtak og eftir lendingu á tíunda áratugnum, eða á því tímabili sem Rolf Løvland heimsótti Ísland. Jófríður var þá flugfreyja hjá Icelandair. Segir lögmaður Jóhanns líklegast að Løvland hafi flogið með Icelandair og þannig heyrt Söknuð. Ellert Ingason, hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna, staðfestir að allt frá því Söknuður kom út árið 1977 til dagsins í dag sé það mest leikna lagið við útfarir að frátöldum lögum sem finna megi í íslensku sálmabókinni. Vitnað er í Fréttablaðið frá 8. júlí 2007 þar sem 25 álitsgjafar völdu Söknuð sem besta íslenska dægurlag 20. aldarinnar. Greining Ríkarðs Pálssonar og Arnar Óskarssonar frá árinu 2004 sem unnin var fyrir STEF þar sem líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up eru sögð vera 97 prósent er einnig lögð fram. Þetta hefur áður komið fram í Fréttablaðinu. Í skjölunum er einnig að finna yfirlýsingu frá Hjalta Árnasyni sem kveðst ásamt félögum sínum hafa rekið útvarpsstöð í Ósló fyrir Íslendingafélagið árin 1995 til 2002. Útsendingar hafi verið í sex klukkustundir á þriðjudagskvöldum á rás sem þeir deildu með öðrum útvarpsstöðvum og útsendingin náð til Óslóar og Akershus. „Þar sem ákveðið var strax í byrjun að spila aðeins íslenska tónlist var Söknuður oft leikinn,“ segir í yfirlýsingu Hjalta sem kveðst glaður munu mæta ásamt samstarfsmanni sínum og vitna. Stefna Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland sjálfum var loks birt Norðmanninum með atbeina norskra yfirvalda og samkvæmt Haag-sáttmálunum um stefnubirtingar 16. ágúst síðastliðinn. Áður hafði Norðmaðurinn í tvígang endursent stefnuna til lögmanns Jóhanns. Løvland mun ekki enn hafa tilnefnt lögmann fyrir sína hönd fyrir dómstólnum í Los Angeles.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30
Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00