Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 21:11 Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinn vísir/daníel Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum