Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 21:11 Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinn vísir/daníel Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00