Útsmognir þjófar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 21:11 Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15