Dulles-flugvöllur segist ekkert hafa heyrt í Ballarin síðan í ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2019 14:30 Fulltrúar Dulles-flugvallar funduðu með aðstandendum hins nýja WOW air í ágúst. Síðan hafa þeir ekkert heyrt neitt í flugfélaginu. Getty/narvikk Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12
Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent