Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar nú áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent