Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2019 06:30 Sigurður Halldór Jesson uppskar þakklæti í gær. „Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
„Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30