Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 19:21 Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15