Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir félagið áskilja sér allan rétt til að gerð verði óháð úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus. Vísir/daníel Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00