Upp með liminn, niður með mýturnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. október 2019 09:30 Sigga Dögg Arnardóttir vill hefja typpið til grínlausrar virðingar og spyr áhugaverðra spurninga um líffærið með einn allra stærsta fallus í íslenskum arkitektúr að baki sér. Fréttablaðið/Ernir Veistu hversu langt typpið á þér er í reisn? Hvað finnst þér um punginn þinn? Ertu umskorinn? Hefurðu sent typpamynd? Skoðarðu typpin á öðrum í sameiginlegum sturtuklefum? Um hvað hugsarðu í munnmökum? Þetta eru nokkrar af spurningunum sem Sigga Dögg kynfræðingur leggur fyrir íslenska karlmenn þessa dagana og eru hluti af fróðleikskönnun hennar um typpi. Tæplega 400 karlar hafa nú þegar svarað spurningalistanum á þeim rúmlega tveimur sólarhringum sem hann hefur verið í umferð. Viðbrögðin mega því teljast nokkuð góð þar sem karlar virðast eiga heldur erfitt með að tala um getnaðarliminn þótt hugur þeirra og tilvera virðist að miklu leyti hverfast um typpin á þeim. Og þá helst aðeins í fullri reisn. Sigga Dögg ætlar að kynna niðurstöður könnunarinnar á fræðslu- og skemmtiviðburðinum Typpatal á Kex hosteli í nóvember. Hún segir að þrátt fyrir úrtöluraddir og svartsýni vonist hún til að fólk muni þora að mæta og eiga gott samtal um typpið. „Mig langar að fá salinn með mér í að velta því aðeins fyrir okkur hvaðan þetta kemur,“ segir Sigga Dögg um typpin og þær mýtur, hugmyndir og ranghugmyndir um þau sem valda mörgum karlinum miklum sársauka. Hún segir svörin við könnuninni nú þegar vera mjög áhugaverð þar sem menn tjá sig þar um hugmyndir sínar og upplifanir. „Ég veit bara ekki til þess að svona hafi verið gert á íslensku um íslenska karlmenn áður,“ segir Sigga Dögg um þetta áberandi og áhrifaríka feimnismál. Hún segir löngu tímabært að svipta þessari andlegu og félagslegu hulu af getnaðarlimnum með því að reisa hann upp, án alls gríns og fíflagangs, í þeim dýrðarljóma sem typpin verðskuldi, burtséð frá lengd, þykkt og endingu.GREECE - AUGUST 29: Antinous, Parian marble statue, from the temple of Apollo at Delphi, Greece. Roman civilisation, 2nd century AD. Detail. Delphi, Museum (Archaeological Museum) (Photo by DeAgostini/Getty Images)Grínlaus upplifun „Mig langar til að opna umræðuna um typpið, gefa því pláss og hylla hann með fróðleik í stað þess að vera alltaf í þessu neikvæða gríni og djóki,“ segir Sigga Dögg og vill tefla raunverulegu typpatali gegn rótgrónum og allt umlykjandi typpabröndurum. „Hvað er hann? Hvernig er hann? Tölum bara um þetta,“ segir Sigga Dögg og finnst ekkert sjálfsagðara. „Vegna þess að fyrir mér hafa typpi verið mjög merkileg fyrirbæri og hluti af lífi mínu þótt ég sé ekki með typpi sjálf.“ Hún segir typpið vera svolítið mikið „djók“ sem komi líka inn á karlmennskuhugmyndina um hvernig karlmenn tala saman og „eiga oft erfitt með að tala saman af einlægni um kynfærið sitt“. Sigga Dögg segir konur ekki eiga í sömu vandræðum með að tala sín á milli um píkurnar sínar. Þær lýsi útferð og sveppasýkingu eins og ekkert sé sjálfsagðara og deila reynslu og ráðum. Hún verði miklu síður vör við að tveir karlmenn, sérstaklega gagnkynhneigðir, geti sagst vera með bólu á typpinu, spurt hvort hinn hafi lent í þessu og viti hvað skuli gera. „Við konurnar sýnum hver annarri aldrei neitt en notum orðin okkar en mín upplifun af ykkur er að þið talið ekki svona. Typpið einhvern veginn bara er. Mér finnst það svo mikil synd,“ segir Sigga Dögg um hversu erfitt körlum virðist að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir þegar typpin á þeim eru annars vegar. „Ég vil bara fá þetta fallega bræðralag sem þið getið átt. Þetta fallega samtal og einlægnina og að þið fáið þarna rými til að fara inn í þetta.“Óttablandin feimni Sigga Dögg segir einnig áhugavert að körlum sé eðlilegt að gruna hana um græsku þegar hún forvitnast um þá og typpin þeirra. „Ég hef gert fullt af píkukönnunum, túrkönnunum og alls konar. Það er ekkert mál og ég hef fengið fleiri þúsund konur til að taka þátt þar sem spurningarnar eru alveg keimlíkar þessum typpaspurningum en strax og ég setti þær út kom póstur frá manni sem spurði hvort mér finnist bara í lagi að spyrja að þessu. Hann sagði þetta vera mjög nærgöngular spurningar og vildi vita hvað ég ætlaði að gera við þetta og hvort ég gæti lofað því að svörin væru ópersónugreinanleg. Hann spurði líka hvort ég ætlaði ekki að borga mönnunum fyrir að taka þátt og hvort mér finnist í lagi að nýta mér karlmenn svona.“ Sigga Dögg hefur einnig verið spurð hvort hún sé núna að sæta færis til þess að gera grín að karlmönnum og segist óneitanlega hafa orðið undrandi á þessum spurningum og grunsemdum. „Það er aldrei, aldrei markmið mitt í neinni fræðslu að gera grín eða lítið úr neinum. Mig langar bara að fá tækifæri til að fræða og fá fram þennan mannlega þátt sem við erum svolítið að glíma við og hvorki þorum né vitum alveg við hvern við eigum að þora að tala um. Þetta snýst bara um að fá rými til þess að læra eitthvað um okkur sjálf. Þannig komumst við kannski að því að það er ekki allt eins og við höldum og að við erum heldur ekki ein um að halda að þetta sé svona eða hinsegin.“UNSPECIFIED - OCTOBER 10: Apollo, Roman copy of the Kassel type by Phidias, ca 450 BC, pentelic marble. Roman civilisation, 2nd century AD. Detail. Paris, Musée Du Louvre (Photo by DeAgostini/Getty Images)Eilífðarkomplexinn Eins og geta má nærri er það ekki síst stærðin sem veldur körlum hugarangri. „Þetta er stærðin og ummálið líka, þykktin á honum og hugmyndir ykkar um hvernig þið notið hann og auðvitað er það rosalega sárt ef þér finnst kynfærið þitt ekki nógu gott,“ segir Sigga Dögg um stærðarkomplexinn sem er ekki síst erfiður við að eiga þar sem karlmenn viðhaldi honum sjálfir „Þetta er rótgróin hugmynd og ímynd um hvað typpið er og það er svo merkilegt að það er alveg sama hvað við segjum ykkur. Þið heyrið það ekki. Þið trúið því ekki og þá er þetta bara sársauki sem litar auðvitað samskipti þín, einlægni og upplifun þegar þú ert með eitthvert ör á þér sem alltaf er pínu saltkorn í.“Typpið í fókus Sigga Dögg segir stærðarþráhyggjuna hafa fylgt karlkyninu í gegnum aldirnar og rótina sé því ekki að finna í kláminu þar sem mikið fer fyrir typpum í nánast óeðlilegum yfirstærðum. „Ef við skoðum bara mannkynssöguna þá er þetta eldra en klám þannig að mig langar líka að fá tækifæri til að segja: „Strákar, sjáiði hvað þetta er búið að vera lengi í gangi hjá ykkur. Hvenær ætlum við bara að laga og breyta og fara að vera svolítið ánægðari með okkur sjálf? Mig langar svolítið að benda á og tala um þetta. Mig langar að fá að fókusera á bara typpið án þess að fara út um víðan völl. Mig langar bara að typpið fái að vera krúnudjásnin og fái bara pláss,“ segir Sigga Dögg sem trúir því ekki að hún sé ein um að vilja tala um typpi og finnast það samtal mikilvægt. Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Veistu hversu langt typpið á þér er í reisn? Hvað finnst þér um punginn þinn? Ertu umskorinn? Hefurðu sent typpamynd? Skoðarðu typpin á öðrum í sameiginlegum sturtuklefum? Um hvað hugsarðu í munnmökum? Þetta eru nokkrar af spurningunum sem Sigga Dögg kynfræðingur leggur fyrir íslenska karlmenn þessa dagana og eru hluti af fróðleikskönnun hennar um typpi. Tæplega 400 karlar hafa nú þegar svarað spurningalistanum á þeim rúmlega tveimur sólarhringum sem hann hefur verið í umferð. Viðbrögðin mega því teljast nokkuð góð þar sem karlar virðast eiga heldur erfitt með að tala um getnaðarliminn þótt hugur þeirra og tilvera virðist að miklu leyti hverfast um typpin á þeim. Og þá helst aðeins í fullri reisn. Sigga Dögg ætlar að kynna niðurstöður könnunarinnar á fræðslu- og skemmtiviðburðinum Typpatal á Kex hosteli í nóvember. Hún segir að þrátt fyrir úrtöluraddir og svartsýni vonist hún til að fólk muni þora að mæta og eiga gott samtal um typpið. „Mig langar að fá salinn með mér í að velta því aðeins fyrir okkur hvaðan þetta kemur,“ segir Sigga Dögg um typpin og þær mýtur, hugmyndir og ranghugmyndir um þau sem valda mörgum karlinum miklum sársauka. Hún segir svörin við könnuninni nú þegar vera mjög áhugaverð þar sem menn tjá sig þar um hugmyndir sínar og upplifanir. „Ég veit bara ekki til þess að svona hafi verið gert á íslensku um íslenska karlmenn áður,“ segir Sigga Dögg um þetta áberandi og áhrifaríka feimnismál. Hún segir löngu tímabært að svipta þessari andlegu og félagslegu hulu af getnaðarlimnum með því að reisa hann upp, án alls gríns og fíflagangs, í þeim dýrðarljóma sem typpin verðskuldi, burtséð frá lengd, þykkt og endingu.GREECE - AUGUST 29: Antinous, Parian marble statue, from the temple of Apollo at Delphi, Greece. Roman civilisation, 2nd century AD. Detail. Delphi, Museum (Archaeological Museum) (Photo by DeAgostini/Getty Images)Grínlaus upplifun „Mig langar til að opna umræðuna um typpið, gefa því pláss og hylla hann með fróðleik í stað þess að vera alltaf í þessu neikvæða gríni og djóki,“ segir Sigga Dögg og vill tefla raunverulegu typpatali gegn rótgrónum og allt umlykjandi typpabröndurum. „Hvað er hann? Hvernig er hann? Tölum bara um þetta,“ segir Sigga Dögg og finnst ekkert sjálfsagðara. „Vegna þess að fyrir mér hafa typpi verið mjög merkileg fyrirbæri og hluti af lífi mínu þótt ég sé ekki með typpi sjálf.“ Hún segir typpið vera svolítið mikið „djók“ sem komi líka inn á karlmennskuhugmyndina um hvernig karlmenn tala saman og „eiga oft erfitt með að tala saman af einlægni um kynfærið sitt“. Sigga Dögg segir konur ekki eiga í sömu vandræðum með að tala sín á milli um píkurnar sínar. Þær lýsi útferð og sveppasýkingu eins og ekkert sé sjálfsagðara og deila reynslu og ráðum. Hún verði miklu síður vör við að tveir karlmenn, sérstaklega gagnkynhneigðir, geti sagst vera með bólu á typpinu, spurt hvort hinn hafi lent í þessu og viti hvað skuli gera. „Við konurnar sýnum hver annarri aldrei neitt en notum orðin okkar en mín upplifun af ykkur er að þið talið ekki svona. Typpið einhvern veginn bara er. Mér finnst það svo mikil synd,“ segir Sigga Dögg um hversu erfitt körlum virðist að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir þegar typpin á þeim eru annars vegar. „Ég vil bara fá þetta fallega bræðralag sem þið getið átt. Þetta fallega samtal og einlægnina og að þið fáið þarna rými til að fara inn í þetta.“Óttablandin feimni Sigga Dögg segir einnig áhugavert að körlum sé eðlilegt að gruna hana um græsku þegar hún forvitnast um þá og typpin þeirra. „Ég hef gert fullt af píkukönnunum, túrkönnunum og alls konar. Það er ekkert mál og ég hef fengið fleiri þúsund konur til að taka þátt þar sem spurningarnar eru alveg keimlíkar þessum typpaspurningum en strax og ég setti þær út kom póstur frá manni sem spurði hvort mér finnist bara í lagi að spyrja að þessu. Hann sagði þetta vera mjög nærgöngular spurningar og vildi vita hvað ég ætlaði að gera við þetta og hvort ég gæti lofað því að svörin væru ópersónugreinanleg. Hann spurði líka hvort ég ætlaði ekki að borga mönnunum fyrir að taka þátt og hvort mér finnist í lagi að nýta mér karlmenn svona.“ Sigga Dögg hefur einnig verið spurð hvort hún sé núna að sæta færis til þess að gera grín að karlmönnum og segist óneitanlega hafa orðið undrandi á þessum spurningum og grunsemdum. „Það er aldrei, aldrei markmið mitt í neinni fræðslu að gera grín eða lítið úr neinum. Mig langar bara að fá tækifæri til að fræða og fá fram þennan mannlega þátt sem við erum svolítið að glíma við og hvorki þorum né vitum alveg við hvern við eigum að þora að tala um. Þetta snýst bara um að fá rými til þess að læra eitthvað um okkur sjálf. Þannig komumst við kannski að því að það er ekki allt eins og við höldum og að við erum heldur ekki ein um að halda að þetta sé svona eða hinsegin.“UNSPECIFIED - OCTOBER 10: Apollo, Roman copy of the Kassel type by Phidias, ca 450 BC, pentelic marble. Roman civilisation, 2nd century AD. Detail. Paris, Musée Du Louvre (Photo by DeAgostini/Getty Images)Eilífðarkomplexinn Eins og geta má nærri er það ekki síst stærðin sem veldur körlum hugarangri. „Þetta er stærðin og ummálið líka, þykktin á honum og hugmyndir ykkar um hvernig þið notið hann og auðvitað er það rosalega sárt ef þér finnst kynfærið þitt ekki nógu gott,“ segir Sigga Dögg um stærðarkomplexinn sem er ekki síst erfiður við að eiga þar sem karlmenn viðhaldi honum sjálfir „Þetta er rótgróin hugmynd og ímynd um hvað typpið er og það er svo merkilegt að það er alveg sama hvað við segjum ykkur. Þið heyrið það ekki. Þið trúið því ekki og þá er þetta bara sársauki sem litar auðvitað samskipti þín, einlægni og upplifun þegar þú ert með eitthvert ör á þér sem alltaf er pínu saltkorn í.“Typpið í fókus Sigga Dögg segir stærðarþráhyggjuna hafa fylgt karlkyninu í gegnum aldirnar og rótina sé því ekki að finna í kláminu þar sem mikið fer fyrir typpum í nánast óeðlilegum yfirstærðum. „Ef við skoðum bara mannkynssöguna þá er þetta eldra en klám þannig að mig langar líka að fá tækifæri til að segja: „Strákar, sjáiði hvað þetta er búið að vera lengi í gangi hjá ykkur. Hvenær ætlum við bara að laga og breyta og fara að vera svolítið ánægðari með okkur sjálf? Mig langar svolítið að benda á og tala um þetta. Mig langar að fá að fókusera á bara typpið án þess að fara út um víðan völl. Mig langar bara að typpið fái að vera krúnudjásnin og fái bara pláss,“ segir Sigga Dögg sem trúir því ekki að hún sé ein um að vilja tala um typpi og finnast það samtal mikilvægt.
Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira