Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 21:00 Máni Atlason tók við sem framkvæmdastjóri félagsins og sjóðsstjóri Novus um helgina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu en áherslan næstu daga er á að bjarga verðmætum. Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóðanna og hafa ýmist kallað eftir rannsókn eða lögfræðiálitum. Forstjóri Gamma hætti fyrir fjórum vikum og sjóðsstjóri Gamma:Novus sagði sömuleiðis upp störfum á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA.Valdimar Ármann sem tók við sem forstjóri Gamma í febrúar 2017 lét af störfum í félaginu fyrir helgi. Þá hefur Ingvi Hrafn Óskarsson sömuleiðis sagt upp störfum sem sjóðsstjóri Gamma:Novus. Máni Atlason tók við sem framkvæmdastjóri félagsins og sjóðsstjóri Novus um helgina. Á mánudagsmorgun fengu fjárfestar og kröfuhafar í Gamma:Novus og Gamma:Anglia fasteignaþróunarsjóðum bréf um grafalvarlega stöðu sjóðanna þar sem kom fram að eignir Novus höfðu rýrnað um 99% og Gamma:Anglia um 60 prósent. Máni Atlason framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnendur félagsins muni eiga fund með eigendum í sjóðunum og kröfuhöfum á mánudag. Nú sé áhersla lögð á að bjarga verðmætum. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt upp störfum hjá Gamma.„Frá því ég kom til starfa um helgina höfum við lagt alla áherslu á að upplýsa eigendur og kröfuhafa um stöðuna og hámarka virði þeirra eigna sem eru eftir í sjóðunum,“ segir Máni. Hann segir miðað við það sem sé vitað nú séu helstu ástæður þess að virði félaganna var fært svo mikið niður. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma:Nova hefur verið endurmetið, kostnðarahækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðar. Það er svipuð staða með Gamma:ANglia en ráðgjafar okkar í Bretlandi segja að þar sé óviss staða með verkefni og því hafa þau verið færð niður“ segir Máni. Máni segir að stjórnendur Gamma hafi látið Fjármálaeftirlitið vita af stöðunni fyrir nokkrum dögum og þá verði fundur með eigendum í sjóðunum og kröfuhöfum á þriðjudag. Mikilvægt sé að rannsaka hvað fór úrskeiðis.Tilkynning SjóváGrafík/Stöð 2Meðal fjárfesta í þessum sjóðum eru lífeyrissjóðir. Það á meðan er lífeyrissjóður Vestmannaeyja sem fjárfesti í Gamma:Novus. Framkvæmdastjóri sjóðsins er afar ósáttur með niðurfærsluna þar sem eignir sjóðins í Gamma:Novus rýrnuðu frá því að vera 155 milljónir króna í eina komma sjö milljónir. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og í raun og veru er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Stjórn sjóðsins sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar hún lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu endurmatsins og felur framkvæmdastjóra að fylgjast með framvindu málsins. Festa lífeyrissjóður er einnig meðal fjárfesta í Gamma:Novus. Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri sjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að bókfært tap sjóðsins vegna niðurfærslunar sé um 300 milljónir. Sjóðurinn sé afar ósáttur með stöðuna og hafi leitað lögfræðilegs álits um hvort farið hafi verið út fyrir heimildir. Það þurfi að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu en áherslan næstu daga er á að bjarga verðmætum. Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóðanna og hafa ýmist kallað eftir rannsókn eða lögfræðiálitum. Forstjóri Gamma hætti fyrir fjórum vikum og sjóðsstjóri Gamma:Novus sagði sömuleiðis upp störfum á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA.Valdimar Ármann sem tók við sem forstjóri Gamma í febrúar 2017 lét af störfum í félaginu fyrir helgi. Þá hefur Ingvi Hrafn Óskarsson sömuleiðis sagt upp störfum sem sjóðsstjóri Gamma:Novus. Máni Atlason tók við sem framkvæmdastjóri félagsins og sjóðsstjóri Novus um helgina. Á mánudagsmorgun fengu fjárfestar og kröfuhafar í Gamma:Novus og Gamma:Anglia fasteignaþróunarsjóðum bréf um grafalvarlega stöðu sjóðanna þar sem kom fram að eignir Novus höfðu rýrnað um 99% og Gamma:Anglia um 60 prósent. Máni Atlason framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnendur félagsins muni eiga fund með eigendum í sjóðunum og kröfuhöfum á mánudag. Nú sé áhersla lögð á að bjarga verðmætum. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt upp störfum hjá Gamma.„Frá því ég kom til starfa um helgina höfum við lagt alla áherslu á að upplýsa eigendur og kröfuhafa um stöðuna og hámarka virði þeirra eigna sem eru eftir í sjóðunum,“ segir Máni. Hann segir miðað við það sem sé vitað nú séu helstu ástæður þess að virði félaganna var fært svo mikið niður. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma:Nova hefur verið endurmetið, kostnðarahækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðar. Það er svipuð staða með Gamma:ANglia en ráðgjafar okkar í Bretlandi segja að þar sé óviss staða með verkefni og því hafa þau verið færð niður“ segir Máni. Máni segir að stjórnendur Gamma hafi látið Fjármálaeftirlitið vita af stöðunni fyrir nokkrum dögum og þá verði fundur með eigendum í sjóðunum og kröfuhöfum á þriðjudag. Mikilvægt sé að rannsaka hvað fór úrskeiðis.Tilkynning SjóváGrafík/Stöð 2Meðal fjárfesta í þessum sjóðum eru lífeyrissjóðir. Það á meðan er lífeyrissjóður Vestmannaeyja sem fjárfesti í Gamma:Novus. Framkvæmdastjóri sjóðsins er afar ósáttur með niðurfærsluna þar sem eignir sjóðins í Gamma:Novus rýrnuðu frá því að vera 155 milljónir króna í eina komma sjö milljónir. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og í raun og veru er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Stjórn sjóðsins sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar hún lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu endurmatsins og felur framkvæmdastjóra að fylgjast með framvindu málsins. Festa lífeyrissjóður er einnig meðal fjárfesta í Gamma:Novus. Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri sjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að bókfært tap sjóðsins vegna niðurfærslunar sé um 300 milljónir. Sjóðurinn sé afar ósáttur með stöðuna og hafi leitað lögfræðilegs álits um hvort farið hafi verið út fyrir heimildir. Það þurfi að rannsaka hvað fór úrskeiðis.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf