Úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að áreita pilt og beita ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 17:56 Maðurinn reyndi meðal annars eitt sinn að taka drenginn með sér í bíl eftir skóla gegn vilja hans. Vísir/Hanna Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær. Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær.
Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira