Úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að áreita pilt og beita ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 17:56 Maðurinn reyndi meðal annars eitt sinn að taka drenginn með sér í bíl eftir skóla gegn vilja hans. Vísir/Hanna Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær. Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær.
Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira