Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2019 09:30 Sigrún Ósk með Guðmundi Kort og fjölskyldu hans. Vísir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. Þetta kom fram í þættinum Á bak við tjöldin, sem hefur göngu sína í dag á Vísi. Þriðja þáttaröð Leitarinnar að upprunanum er hafin og hafa áhorfendur Stöðvar 2 fengið að heyra sögu Guðmundar Kort sem uppgötvaði á þrítugsaldri að pabbi hans væri ekki pabbi hans. Líklegt væri að faðir hans væri bandarískur af ítölskum uppruna. Fjallað hefur verið ítarlega um þáttinn hér á Vísi enda sagan ansi hreint mögnuð. Í ljós kom að faðir Guðmundar var bandarískur hermaður af ítölskum uppruna. Hann hafði þó ekki komið hingað starfs síns vegna heldur í leit að ævintýrum. Greinilegt er að fjölmargir tengja við sögu Guðmundar Kort sem endaði svona líka vel. Hann á í dag fjölskyldu beggja vegna Atlantshafsins og unir hag sínum vel.Klippa: Á bak við tjöldin - Leitin að upprunanum #1Nær ekki að leysa fimmtíu ráðgátur fyrir jól „Strax eftir fyrsta þáttinn, og ennþá meira eftir seinni þáttinn, byrjaði ég að fá pósta. Ég er búin að tapa tölunni en ef ég ætti að slá á töluna þá er ég líklega búin að fá um fimmtíu tölvupósta frá fólki sem er að spyrja hvort ég eigi möguleika á að hjálpa því. Sem er þá annaðhvort í sömu eða mjög svipuðum sporum.“ Allir séu að leita að föður eða móður einhvers staðar í útlöndum og með takmarkaðar upplýsingar. Stór hluti eiga líklega uppruna að rekja til bandarískra eða breskra hermanna. „Mér þykir það mjög leiðinlegt en mér hefur ekki unnist tími til að svara svo mikið sem einum þeirra, því ég sit hér fram á kvöld að klippa næstu þætti. Er alveg á kafi í þessari þáttaröð og svo er eiginlega ekki búið að ákveða hvert framhaldið verður - nema ég ætla að taka góða pásu. Ég get því miður takmarkað hjálpað þessum hópi,“ segir Sigrún. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, stýrði þættinum og spurði, líklega í gríni, hvort það næðist ekki að finna þess fimmtíu feður fyrir jól? „Nei, ég næ því ekki fyrir jól,“ svarar Sigrún Ósk og hlær. Aldrei á mannamót án þess að heyra upprunasögu „Mér finnst gott að fá tækifæri til að tala um þetta hér því mér finnst leiðinlegt að svara ekki svona póstum um leið. Ég er vön að leggja metnað minn í það en hef ekki komist í það. Mun gera það á endanum. Þótt ég sjái ekki fyrir mér eitthvað samstarf alveg á næstunni þá veit maður aldrei.“ Þetta sé þó til marks um umfangið, hve margir á Íslandi viti ekki uppruna sinn. Ekki síst þeir sem komu undir á ástandsárunum. „Hvað eru þetta mörg ár sem ég hef verið að gera þessa þætti? Fjögur ár líklega. Ég fer aldrei á mannamót eða í stórar veislur nema einhver komi til mín og tali um svona mál. Ekki endilega þeir sjálfir heldur einhver þeim nákominn. Stundum fæ ég á tilfinninguna að það sé undantekning ef fólk er með þessi mál á hreinu.“ Þau Kolbeinn Tumi og Sigrún Ósk ræddu jafnframt skömmina sem fylgdi því að eignast börn með breskum og bandarískum hermönnum. Móðir Guðmundar Kort vildi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frekar fara með upplýsingar um föður Guðmundar í gröfina en að deila þeim með honum.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Næstu þættir munu fjalla um hin málin sem tekin eru fyrir í þáttaröð Leitarinnar að upprunanum sem nú er í sýningu. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10 Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. Þetta kom fram í þættinum Á bak við tjöldin, sem hefur göngu sína í dag á Vísi. Þriðja þáttaröð Leitarinnar að upprunanum er hafin og hafa áhorfendur Stöðvar 2 fengið að heyra sögu Guðmundar Kort sem uppgötvaði á þrítugsaldri að pabbi hans væri ekki pabbi hans. Líklegt væri að faðir hans væri bandarískur af ítölskum uppruna. Fjallað hefur verið ítarlega um þáttinn hér á Vísi enda sagan ansi hreint mögnuð. Í ljós kom að faðir Guðmundar var bandarískur hermaður af ítölskum uppruna. Hann hafði þó ekki komið hingað starfs síns vegna heldur í leit að ævintýrum. Greinilegt er að fjölmargir tengja við sögu Guðmundar Kort sem endaði svona líka vel. Hann á í dag fjölskyldu beggja vegna Atlantshafsins og unir hag sínum vel.Klippa: Á bak við tjöldin - Leitin að upprunanum #1Nær ekki að leysa fimmtíu ráðgátur fyrir jól „Strax eftir fyrsta þáttinn, og ennþá meira eftir seinni þáttinn, byrjaði ég að fá pósta. Ég er búin að tapa tölunni en ef ég ætti að slá á töluna þá er ég líklega búin að fá um fimmtíu tölvupósta frá fólki sem er að spyrja hvort ég eigi möguleika á að hjálpa því. Sem er þá annaðhvort í sömu eða mjög svipuðum sporum.“ Allir séu að leita að föður eða móður einhvers staðar í útlöndum og með takmarkaðar upplýsingar. Stór hluti eiga líklega uppruna að rekja til bandarískra eða breskra hermanna. „Mér þykir það mjög leiðinlegt en mér hefur ekki unnist tími til að svara svo mikið sem einum þeirra, því ég sit hér fram á kvöld að klippa næstu þætti. Er alveg á kafi í þessari þáttaröð og svo er eiginlega ekki búið að ákveða hvert framhaldið verður - nema ég ætla að taka góða pásu. Ég get því miður takmarkað hjálpað þessum hópi,“ segir Sigrún. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, stýrði þættinum og spurði, líklega í gríni, hvort það næðist ekki að finna þess fimmtíu feður fyrir jól? „Nei, ég næ því ekki fyrir jól,“ svarar Sigrún Ósk og hlær. Aldrei á mannamót án þess að heyra upprunasögu „Mér finnst gott að fá tækifæri til að tala um þetta hér því mér finnst leiðinlegt að svara ekki svona póstum um leið. Ég er vön að leggja metnað minn í það en hef ekki komist í það. Mun gera það á endanum. Þótt ég sjái ekki fyrir mér eitthvað samstarf alveg á næstunni þá veit maður aldrei.“ Þetta sé þó til marks um umfangið, hve margir á Íslandi viti ekki uppruna sinn. Ekki síst þeir sem komu undir á ástandsárunum. „Hvað eru þetta mörg ár sem ég hef verið að gera þessa þætti? Fjögur ár líklega. Ég fer aldrei á mannamót eða í stórar veislur nema einhver komi til mín og tali um svona mál. Ekki endilega þeir sjálfir heldur einhver þeim nákominn. Stundum fæ ég á tilfinninguna að það sé undantekning ef fólk er með þessi mál á hreinu.“ Þau Kolbeinn Tumi og Sigrún Ósk ræddu jafnframt skömmina sem fylgdi því að eignast börn með breskum og bandarískum hermönnum. Móðir Guðmundar Kort vildi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frekar fara með upplýsingar um föður Guðmundar í gröfina en að deila þeim með honum.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Næstu þættir munu fjalla um hin málin sem tekin eru fyrir í þáttaröð Leitarinnar að upprunanum sem nú er í sýningu.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10 Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30
Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10
Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30