Íslenski boltinn

Garðar leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar er þriðji markahæsti leikmaður í sögu ÍA.
Garðar er þriðji markahæsti leikmaður í sögu ÍA. vísir/anton
Garðar Gunnlaugsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á Instagram í dag.

„Takk fyrir allt elsku fótbolti og allt og allir sem honum tengjast!“ skrifaði Garðar á Instagram.

Í byrjun ágúst sagði Garðar að hann væri líklega hættur vegna meiðsla og flutninga til Ítalíu. Hann lék nokkra leiki með Val fyrri hluta sumars.

Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi.

Hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Þá um haustið lék hann sinn fyrsta og eina A-landsleik.

Garðar varð Íslandsmeistari með ÍA 2001 og bikarmeistari með ÍA 2003 og Val 2005. Hann skoraði sigurmark ÍA í bikarúrslitaleiknum gegn FH 2003.

Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. Hann er þriðji markahæsti leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk.



 
 
 
View this post on Instagram
Takk fyrir allt elsku fótbolti og allt og allir sem honum tengjast!

A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Oct 2, 2019 at 5:55am PDT




Fleiri fréttir

Sjá meira


×