Salah bjargvættur Liverpool í sjö marka leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2019 21:00 Mohamed Salah vísir/getty Mohamed Salah bjargaði Liverpool fyrir horn gegn RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir tap fyrir Napólí í fyrsta leik byrjuðu Liverpoolmenn af krafti á heimavelli í kvöld og voru komnir 2-0 yfir áður en hálftími var liðinn. Sadio Mane og Andy Robertsson skoruðu mörkin. Salah kom Liverpool í 3-0 á 36. mínútu og stefndi allt í þægilegt kvöld fyrir heimamenn. Gestirnir frá Austurríki náðu hins vegar að klóra í bakkann með marki frá Hwang Hee-Chan aðeins þremur mínútum seinna. Á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik náðu gestirnir að jafna metin. Egyptinn kom hins vegar Liverpool til bjargar og skoraði sigurmarkið á 69. mínútu. Lokatölur urðu 4-3 og Liverpool náði í sín fyrstu stig í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu
Mohamed Salah bjargaði Liverpool fyrir horn gegn RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir tap fyrir Napólí í fyrsta leik byrjuðu Liverpoolmenn af krafti á heimavelli í kvöld og voru komnir 2-0 yfir áður en hálftími var liðinn. Sadio Mane og Andy Robertsson skoruðu mörkin. Salah kom Liverpool í 3-0 á 36. mínútu og stefndi allt í þægilegt kvöld fyrir heimamenn. Gestirnir frá Austurríki náðu hins vegar að klóra í bakkann með marki frá Hwang Hee-Chan aðeins þremur mínútum seinna. Á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik náðu gestirnir að jafna metin. Egyptinn kom hins vegar Liverpool til bjargar og skoraði sigurmarkið á 69. mínútu. Lokatölur urðu 4-3 og Liverpool náði í sín fyrstu stig í Meistaradeildinni.
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn