Nauðsynlegt að geta treyst gögnunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 08:45 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Villur í hagtölum Hagstofunnar hafa verið óvenjumargar það sem af er ári. Stofnunin þurfti til að mynda að leiðrétta tölur um landsframleiðslu tvisvar með skömmu millibili og nýlega þurfti að leiðrétta tölur um erlenda kortaveltu. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að afdrifaríkar ákvarðanir hjá bæði fyrirtækjum og hinu opinbera byggi á hagtölum Hagstofunnar. Tölurnar þurfi því að vera áreiðanlegar og endurspegla þróunina í hagkerfinu með réttum hætti. Hagstofustjóri segir ekkert benda til þess að villur hjá Hagstofunni séu fleiri en hjá öðrum hagstofum sem íslenska stofnunin ber sig saman við. Á þessu ári hafi villur verið fleiri en notendur eiga að venjast en það megi ekki rekja til þess að slakað hafi verið á í gæðum eða vönduðum vinnubrögðum. „Þessar leiðréttingar hafa verið óvenjumargar á síðustu mánuðum. Í sjálfu sér hefur maður skilning á því að það sé ákveðin endurskoðun sem á sér stað í eðlilegu árferði, til að mynda á landsframleiðslutölum, en villurnar hafa verið umfram það sem er venjubundið,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ingólfur segir að gæði opinberra gagna um þróun efnahagslífsins sé hagsmunamál fyrir iðnaðinn og aðrar greinar hagkerfisins. Mistök í útreikningum hagtalna komi sér illa fyrir Samtök iðnaðarins sem vinna að ýmsum greiningum á hagkerfinu, umhverfi íslensks iðnaðar og stöðu iðnfyrirtækja og heimila. Sama megi segja um aðra aðila sem þurfi að geta treyst opinberum hagtölum. Hjá fyrirtækjum, samtökum og opinberum aðilum séu teknar ákvarðanir á grundvelli þessara gagna. „Oft á tíðum er um að ræða mjög stórar ákvarðanir. Til dæmis ákvarðanir í hagstjórn landsins. Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár sem byggir á tölum Hagstofunnar. Þar er verið að taka ákvarðanir meðal annars um aðhaldsstig ríkisfjármála og þróun tekna og gjalda á grundvelli talna stofnunarinnar. Annað dæmi er stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem í þessari viku tekur ákvörðun um hvort eigi að breyta stýrivöxtum bankans og tekur í því mið af tölum um hagvöxt og fleiri þætti sem frá Hagstofunni koma. Þessar ákvarðanir varða hag fyrirtækja og heimila í landinu, og verða því að byggja á góðum grunni,“ segir Ingólfur. „Mörg fyrirtæki, bæði á sviði iðnaðar og í öðrum greinum, styðjast við gögn stofnunarinnar til að meta rekstrarumhverfi sitt. Þar er oft verið að nota gögnin til að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um stefnu og starfsemi. Því er mjög mikilvægt að gæði gagnanna séu sem allra best og að þau lýsi þróun og stöðu með réttum hætti,“ segir Ingólfur og bætir við að notkunin á gögnum Hagstofunnar sé víðtæk og því afar mikilvægt að hægt sé að treysta þeim. Spurður hvort óvenjutíð mistök hafi grafið undan trausti til stofnunarinnar segist Ingólfur reikna með því. „Það hefur verið ansi þétt röð af mistökum hjá stofnuninni á þessu ári. Óraunhæft væri að ætla að það hafi ekki áhrif á traust á þessum gögnum.“ Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. Takið þið birtingu hagtalna með meiri fyrirvara en áður? „Já, að vissu leyti. Við förum varlegar í að draga ályktanir af hagtölunum án þess að skoða málið betur,“ segir Ingólfur. Spurður hvaða skýringar geti legið að baki segist hann ekki hafa svarið á reiðum höndum. „Kjarni málsins er að það þarf að koma í veg fyrir villur sem þessar í framtíðinni eins og kostur er.“ Villurnar ekki fleiri en hjá erlendum hagstofum Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri segir að það sé stofnuninni mikilvægt að upplýsingarnar sem hún birtir séu réttar og trúverðugar. Til þess að ná því markmiði hafi Hagstofan komið á vottuðu öryggiskerfi upplýsinga og innleitt gæðakerfi um framleiðslu hagtalna. Gæðakerfið byggir á meginreglum í evrópskri hagskýrslugerð, þar sem meðal annars er gerð krafa um að villur eða skekkjur sem uppgötvast skuli leiðréttar og notendur upplýstir um það. „Þegar villur uppgötvast er metið hvert umfangið er og í framhaldinu birt frétt og leiðrétting til að trygga fullt gegnsæi þannig að notendur séu upplýstir. Jafnframt fer af stað ferli þar sem slík tilvik eru skráð og rýnd og fara þau einnig fyrir gæða- og öryggisráð Hagstofunnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að gripið sé til viðeigandi ráðstafana til að lágmarka hættuna á að slíkar villur endurtaki sig,“ segir Ólafur. Hagstofan gefur út fjölda frétta í hverri viku allt árið um kring og því er óhjákvæmilegt að sögn Ólafs að upp komi villur sem bregðast þarf við. Hins vegar bendi ekkert til þess að villur hjá Hagstofunni séu fleiri en hjá öðrum hagstofum sem íslenska stofnunin ber sig saman við. „Á þessu ári hafa villur verið fleiri en notendur eiga að venjast en það má ekki rekja til þess að slakað hafi verið á í gæðum eða vönduðum vinnubrögðum. Það er tilviljun að fleiri villur hafa komið upp á þessu ári en undanfarin ár og þess vegna verða þær meira áberandi, þar sem Hagstofan birtir tilkynningar opinberlega um þær og beinir þar með athygli notenda að þeim,“ segir Ólafur. „Hagstofan mun seint koma í veg fyrir allar villur, þó að markmiðið sé að lágmarka fjölda þeirra og bæta gæði með markvissri gæðastjórnun. Samhliða er unnið að því að birta upplýsingar tímanlegar og fyrr en verið hefur í samræmi við óskir notenda, sem verður að vega á móti þeim tíma sem fer í að yfirfara og rýna gögnin.“ Er ástæða fyrir markaðsaðila, fyrirtæki og stofnanir til að hafa áhyggjur af þessum leiðréttingum? „Það mætti frekar segja að notendur þurfi að hafa minni áhyggjur af því að Hagstofan hafi þurft að leiðrétta fréttir undanfarið, en ef Hagstofan gerði engar leiðréttingar. Ef Hagstofan leiðrétti ekki villur, og léti sem svo að villur væru ekki gerðar, þyrftu notendur vissulega að hafa áhyggjur.“ Misalvarlegar villur Það sem vakti hvað mesta athygli voru tvær leiðréttingar Hagstofunnar á landsframleiðslutölum um mánaðamótin ágúst og september. Fyrst greindi Hagstofan frá því að landsframleiðsla hefði dregist saman um 0,9 prósent en ekki vaxið um 1,7 prósent líkt og áður hafði verið gefið út. Ástæðan var mistök við vinnslu gagna um framvindu byggingarframkvæmda. Samhliða voru birtar tölur um hagvöxt annars ársfjórðungs. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að leiðrétta þyrfti tölur um hagvöxt á öðrum ársfjórðungi. Hagvöxturinn á þeim fjórðungi hefði verið 2,7 prósent en ekki 1,4 prósent líkt og fyrra mat stofnunarinnar benti til. Ástæðan var að fjárfesting var ekki að dragast saman á fjórðungnum um 2 prósent heldur vaxa um 17 prósent. Björn Rúnar Guðmundsson er sviðsstjóri efnahagssviðs Hagstofunnar og hefur meðal annars umsjón með útreikningum og birtingu á landsframleiðslutölunum. Hann gerir greinarmun á fyrri leiðréttingunni annars vegar og seinni hins vegar. „Við vinnslu á tölum um fjárfestingu fyrir annan ársfjórðung kom í ljós að gögnin sem við höfðum fengið fyrir fyrsta ársfjórðung reyndust innihalda tölur sem náðu inn á annan ársfjórðung. Við höfum gagnalindir sem gefa okkur upplýsingar og þó að við berum ábyrgð á upplýsingunum höfum við ekki fulla stjórn á þeim. Við tókum þá ákvörðun að laga gögnin fyrir fyrsta ársfjórðung með því að hliðra hluta af tölunum um fjárfestingu yfir á annan ársfjórðung,“ segir Björn Rúnar. Þannig varð engin breyting á heildarfjárfestingu tímabilanna heldur hliðrun milli tímabila. Fljótlega eftir leiðréttinguna tóku sérfræðingar Hagstofunnar eftir því að reiknivilla hafði verið gerð í fjárfestingu fyrir annan fjórðung er varðaði skip og flugvélar. Var sú villa síðan leiðrétt. „Það var seinni villan sem var í mínum huga kannski alvarlegri en sú fyrsta. Hún var í rauninni Excel-villan en ekki sú fyrri. Ég myndi segja að þetta sé því miður hluti af því að vinna hratt í flóknum kerfum. Þá koma stundum upp villur og við reynum að leiðrétta þær jafnóðum. Þjóðhagsreikningar eru flóknir og vinnslukerfið er orðið úrelt. Við viljum mjög gjarnan bæta það. Excel er of mikið notað í þessum stóru kerfum sem er afleiðing af því að menn hafa ekki fjárfest nægilega mikið í þessari vinnslu í gegnum árin. Og kannski ekki fylgt tækniþróuninni eins og mörg fyrirtæki og stofnanir eru sek um,“ segir Björn Rúnar. Yrði aukin fjárfesting í tækni til bóta? „Já, ég myndi segja það án þess þó að kenna tækninni um villurnar. Auðvitað viljum við gera eins vel og hægt er, og forðast svona villur. En ef þær koma upp þá viljum við leiðrétta þær eins fljótt og auðið er. Við teljum það vera hluta af því að byggja upp trúverðugleika gagnvart okkar notendum.“ Hafa þessar villur verið teknar sérstaklega fyrir? „Allt svona er tekið fyrir hjá okkur. Við erum með strangt ferli hér innanhúss fyrir allar villur sem eru gerðar. Þær eru alltaf skráðar, alltaf greindar og alltaf teknar fyrir í sérstöku vinnsluferli til að hægt sé að læra af þeim og koma í veg fyrir að þær endurtaki sig. Við erum með strangt innra eftirlitskerfi vegna þess að við erum með staðlað gæðakerfi sem við vinnum eftir. Okkur ber að tilkynna svona villur og við tökum það mjög alvarlega þegar þær koma upp.“ Þá segir Björn að almennt felist margs konar áskoranir í framleiðslu á hagtölum. „Ein af þeim er til dæmis gæði þeirra upplýsinga sem við fáum. Önnur er breytileiki talnanna sem getur verið af eðlilegum orsökum. Það er nefnilega ekki bara hægt að loka bókhaldinu. Við erum að vinna með tölfræði sem er háð óvissu og okkar hlutverk er að halda óvissunni eins lítilli og mögulegt er. Síðan getur tæknin skipt máli og mannlegi þátturinn eins og í öllu öðru.“ Erfitt að ná utan um fjárfestingarhliðinaHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að leiðréttingarnar veki vissulega athygli, sér í lagi í ljósi mikilvægis hagtalna fyrir undirliggjandi ákvarðanir sem varða stýrivexti og stefnu í ríkisfjármálum. Þær hafi auk þess verið óvenju tíðar að undanförnu. „Það sem var bagalegt í þessu tilviki er að þarna voru endurskoðaðar tölur um hagvöxt og rótin þar var á fjárfestingahliðinni. Það hefur reynst erfiðast að ná utan um þann lið í þessum bráðabirgðatölum. Þannig að maður gerir ráð fyrir því að hagtölur séu leiðréttar en það breytir því ekki að þetta vekur mikla athygli, sér í lagi vegna mikilvægis þess fyrir hagkerfið í heild sinni,“ segir Halldór Benjamín.„Hagstofan og aðrir hagaðilar eru með það markmið að tölurnar endurspegli undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins sem allra best á hverjum tíma. Á sama tíma verður maður að hafa í huga að það er erfitt að ná utan um þetta fullkomlega og mannleg mistök geta sannarlega átt sér stað. Réttur samanburður væri að skoða hvernig þessu er háttað annars staðar og við sjáum ekki betur en að verklag Hagstofunnar sé með svipuðum hætti og í samanburðarlöndum þó að þessar villur hafi verið óvenjutíðar upp á síðkastið.“ Apple Pay var til vandræða Nýjasta leiðrétting Hagstofunnar var á tölum um veltu greiðslukorta fyrir ágúst og júlí. Stofnunin birti leiðréttingu á tölum um veltu erlendra greiðslukorta í þessum mánuðum. Samkvæmt leiðréttum tölum minnkaði velta erlendra greiðslukorta í ágúst um 2,7 prósent frá fyrra ári. Tölurnar sem Hagstofan birti fyrst sýndu hins vegar 4,7 prósenta aukningu. Þá voru tölur um kortaveltuna í júlí leiðréttar úr 5,1 prósents aukningu í 0,7 prósenta samdrátt.„Hana má rekja til þess að villur voru í þeim gögnum sem Hagstofan fékk. Hagstofan mat að tímanlegar tölur um veltuna án flugfargjalda væru mikilvægar. Reynslan hefur sýnt að upplýsingar um kortaveltu eru oft óstöðugar og háðar mikilli óvissu þar sem fyrirtæki geta fært sig í viðskipti við erlenda aðila um færsluhirðingu, auk þess sem nýir greiðslumátar hafa komið til sögunnar sem óvíst er hvernig koma fram í gögnunum. Hagstofan mun því ekki birta tölur um kortaveltu, nema sem tilraunatölfræði, þar til meiri stöðugleiki og viðunandi gæði fást,“ segir Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri, spurður hver ástæðan að baki villunni hafi verið.Eftir því sem Markaðurinn kemst næst má rekja misræmið að einhverju leyti til þess að greiðslulausnin Apple Pay var tekin í notkun um svipað leyti og hafa þær færslur verið flokkaðar sem erlend kortavelta. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Villur í hagtölum Hagstofunnar hafa verið óvenjumargar það sem af er ári. Stofnunin þurfti til að mynda að leiðrétta tölur um landsframleiðslu tvisvar með skömmu millibili og nýlega þurfti að leiðrétta tölur um erlenda kortaveltu. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að afdrifaríkar ákvarðanir hjá bæði fyrirtækjum og hinu opinbera byggi á hagtölum Hagstofunnar. Tölurnar þurfi því að vera áreiðanlegar og endurspegla þróunina í hagkerfinu með réttum hætti. Hagstofustjóri segir ekkert benda til þess að villur hjá Hagstofunni séu fleiri en hjá öðrum hagstofum sem íslenska stofnunin ber sig saman við. Á þessu ári hafi villur verið fleiri en notendur eiga að venjast en það megi ekki rekja til þess að slakað hafi verið á í gæðum eða vönduðum vinnubrögðum. „Þessar leiðréttingar hafa verið óvenjumargar á síðustu mánuðum. Í sjálfu sér hefur maður skilning á því að það sé ákveðin endurskoðun sem á sér stað í eðlilegu árferði, til að mynda á landsframleiðslutölum, en villurnar hafa verið umfram það sem er venjubundið,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ingólfur segir að gæði opinberra gagna um þróun efnahagslífsins sé hagsmunamál fyrir iðnaðinn og aðrar greinar hagkerfisins. Mistök í útreikningum hagtalna komi sér illa fyrir Samtök iðnaðarins sem vinna að ýmsum greiningum á hagkerfinu, umhverfi íslensks iðnaðar og stöðu iðnfyrirtækja og heimila. Sama megi segja um aðra aðila sem þurfi að geta treyst opinberum hagtölum. Hjá fyrirtækjum, samtökum og opinberum aðilum séu teknar ákvarðanir á grundvelli þessara gagna. „Oft á tíðum er um að ræða mjög stórar ákvarðanir. Til dæmis ákvarðanir í hagstjórn landsins. Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár sem byggir á tölum Hagstofunnar. Þar er verið að taka ákvarðanir meðal annars um aðhaldsstig ríkisfjármála og þróun tekna og gjalda á grundvelli talna stofnunarinnar. Annað dæmi er stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem í þessari viku tekur ákvörðun um hvort eigi að breyta stýrivöxtum bankans og tekur í því mið af tölum um hagvöxt og fleiri þætti sem frá Hagstofunni koma. Þessar ákvarðanir varða hag fyrirtækja og heimila í landinu, og verða því að byggja á góðum grunni,“ segir Ingólfur. „Mörg fyrirtæki, bæði á sviði iðnaðar og í öðrum greinum, styðjast við gögn stofnunarinnar til að meta rekstrarumhverfi sitt. Þar er oft verið að nota gögnin til að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um stefnu og starfsemi. Því er mjög mikilvægt að gæði gagnanna séu sem allra best og að þau lýsi þróun og stöðu með réttum hætti,“ segir Ingólfur og bætir við að notkunin á gögnum Hagstofunnar sé víðtæk og því afar mikilvægt að hægt sé að treysta þeim. Spurður hvort óvenjutíð mistök hafi grafið undan trausti til stofnunarinnar segist Ingólfur reikna með því. „Það hefur verið ansi þétt röð af mistökum hjá stofnuninni á þessu ári. Óraunhæft væri að ætla að það hafi ekki áhrif á traust á þessum gögnum.“ Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. Takið þið birtingu hagtalna með meiri fyrirvara en áður? „Já, að vissu leyti. Við förum varlegar í að draga ályktanir af hagtölunum án þess að skoða málið betur,“ segir Ingólfur. Spurður hvaða skýringar geti legið að baki segist hann ekki hafa svarið á reiðum höndum. „Kjarni málsins er að það þarf að koma í veg fyrir villur sem þessar í framtíðinni eins og kostur er.“ Villurnar ekki fleiri en hjá erlendum hagstofum Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri segir að það sé stofnuninni mikilvægt að upplýsingarnar sem hún birtir séu réttar og trúverðugar. Til þess að ná því markmiði hafi Hagstofan komið á vottuðu öryggiskerfi upplýsinga og innleitt gæðakerfi um framleiðslu hagtalna. Gæðakerfið byggir á meginreglum í evrópskri hagskýrslugerð, þar sem meðal annars er gerð krafa um að villur eða skekkjur sem uppgötvast skuli leiðréttar og notendur upplýstir um það. „Þegar villur uppgötvast er metið hvert umfangið er og í framhaldinu birt frétt og leiðrétting til að trygga fullt gegnsæi þannig að notendur séu upplýstir. Jafnframt fer af stað ferli þar sem slík tilvik eru skráð og rýnd og fara þau einnig fyrir gæða- og öryggisráð Hagstofunnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að gripið sé til viðeigandi ráðstafana til að lágmarka hættuna á að slíkar villur endurtaki sig,“ segir Ólafur. Hagstofan gefur út fjölda frétta í hverri viku allt árið um kring og því er óhjákvæmilegt að sögn Ólafs að upp komi villur sem bregðast þarf við. Hins vegar bendi ekkert til þess að villur hjá Hagstofunni séu fleiri en hjá öðrum hagstofum sem íslenska stofnunin ber sig saman við. „Á þessu ári hafa villur verið fleiri en notendur eiga að venjast en það má ekki rekja til þess að slakað hafi verið á í gæðum eða vönduðum vinnubrögðum. Það er tilviljun að fleiri villur hafa komið upp á þessu ári en undanfarin ár og þess vegna verða þær meira áberandi, þar sem Hagstofan birtir tilkynningar opinberlega um þær og beinir þar með athygli notenda að þeim,“ segir Ólafur. „Hagstofan mun seint koma í veg fyrir allar villur, þó að markmiðið sé að lágmarka fjölda þeirra og bæta gæði með markvissri gæðastjórnun. Samhliða er unnið að því að birta upplýsingar tímanlegar og fyrr en verið hefur í samræmi við óskir notenda, sem verður að vega á móti þeim tíma sem fer í að yfirfara og rýna gögnin.“ Er ástæða fyrir markaðsaðila, fyrirtæki og stofnanir til að hafa áhyggjur af þessum leiðréttingum? „Það mætti frekar segja að notendur þurfi að hafa minni áhyggjur af því að Hagstofan hafi þurft að leiðrétta fréttir undanfarið, en ef Hagstofan gerði engar leiðréttingar. Ef Hagstofan leiðrétti ekki villur, og léti sem svo að villur væru ekki gerðar, þyrftu notendur vissulega að hafa áhyggjur.“ Misalvarlegar villur Það sem vakti hvað mesta athygli voru tvær leiðréttingar Hagstofunnar á landsframleiðslutölum um mánaðamótin ágúst og september. Fyrst greindi Hagstofan frá því að landsframleiðsla hefði dregist saman um 0,9 prósent en ekki vaxið um 1,7 prósent líkt og áður hafði verið gefið út. Ástæðan var mistök við vinnslu gagna um framvindu byggingarframkvæmda. Samhliða voru birtar tölur um hagvöxt annars ársfjórðungs. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að leiðrétta þyrfti tölur um hagvöxt á öðrum ársfjórðungi. Hagvöxturinn á þeim fjórðungi hefði verið 2,7 prósent en ekki 1,4 prósent líkt og fyrra mat stofnunarinnar benti til. Ástæðan var að fjárfesting var ekki að dragast saman á fjórðungnum um 2 prósent heldur vaxa um 17 prósent. Björn Rúnar Guðmundsson er sviðsstjóri efnahagssviðs Hagstofunnar og hefur meðal annars umsjón með útreikningum og birtingu á landsframleiðslutölunum. Hann gerir greinarmun á fyrri leiðréttingunni annars vegar og seinni hins vegar. „Við vinnslu á tölum um fjárfestingu fyrir annan ársfjórðung kom í ljós að gögnin sem við höfðum fengið fyrir fyrsta ársfjórðung reyndust innihalda tölur sem náðu inn á annan ársfjórðung. Við höfum gagnalindir sem gefa okkur upplýsingar og þó að við berum ábyrgð á upplýsingunum höfum við ekki fulla stjórn á þeim. Við tókum þá ákvörðun að laga gögnin fyrir fyrsta ársfjórðung með því að hliðra hluta af tölunum um fjárfestingu yfir á annan ársfjórðung,“ segir Björn Rúnar. Þannig varð engin breyting á heildarfjárfestingu tímabilanna heldur hliðrun milli tímabila. Fljótlega eftir leiðréttinguna tóku sérfræðingar Hagstofunnar eftir því að reiknivilla hafði verið gerð í fjárfestingu fyrir annan fjórðung er varðaði skip og flugvélar. Var sú villa síðan leiðrétt. „Það var seinni villan sem var í mínum huga kannski alvarlegri en sú fyrsta. Hún var í rauninni Excel-villan en ekki sú fyrri. Ég myndi segja að þetta sé því miður hluti af því að vinna hratt í flóknum kerfum. Þá koma stundum upp villur og við reynum að leiðrétta þær jafnóðum. Þjóðhagsreikningar eru flóknir og vinnslukerfið er orðið úrelt. Við viljum mjög gjarnan bæta það. Excel er of mikið notað í þessum stóru kerfum sem er afleiðing af því að menn hafa ekki fjárfest nægilega mikið í þessari vinnslu í gegnum árin. Og kannski ekki fylgt tækniþróuninni eins og mörg fyrirtæki og stofnanir eru sek um,“ segir Björn Rúnar. Yrði aukin fjárfesting í tækni til bóta? „Já, ég myndi segja það án þess þó að kenna tækninni um villurnar. Auðvitað viljum við gera eins vel og hægt er, og forðast svona villur. En ef þær koma upp þá viljum við leiðrétta þær eins fljótt og auðið er. Við teljum það vera hluta af því að byggja upp trúverðugleika gagnvart okkar notendum.“ Hafa þessar villur verið teknar sérstaklega fyrir? „Allt svona er tekið fyrir hjá okkur. Við erum með strangt ferli hér innanhúss fyrir allar villur sem eru gerðar. Þær eru alltaf skráðar, alltaf greindar og alltaf teknar fyrir í sérstöku vinnsluferli til að hægt sé að læra af þeim og koma í veg fyrir að þær endurtaki sig. Við erum með strangt innra eftirlitskerfi vegna þess að við erum með staðlað gæðakerfi sem við vinnum eftir. Okkur ber að tilkynna svona villur og við tökum það mjög alvarlega þegar þær koma upp.“ Þá segir Björn að almennt felist margs konar áskoranir í framleiðslu á hagtölum. „Ein af þeim er til dæmis gæði þeirra upplýsinga sem við fáum. Önnur er breytileiki talnanna sem getur verið af eðlilegum orsökum. Það er nefnilega ekki bara hægt að loka bókhaldinu. Við erum að vinna með tölfræði sem er háð óvissu og okkar hlutverk er að halda óvissunni eins lítilli og mögulegt er. Síðan getur tæknin skipt máli og mannlegi þátturinn eins og í öllu öðru.“ Erfitt að ná utan um fjárfestingarhliðinaHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að leiðréttingarnar veki vissulega athygli, sér í lagi í ljósi mikilvægis hagtalna fyrir undirliggjandi ákvarðanir sem varða stýrivexti og stefnu í ríkisfjármálum. Þær hafi auk þess verið óvenju tíðar að undanförnu. „Það sem var bagalegt í þessu tilviki er að þarna voru endurskoðaðar tölur um hagvöxt og rótin þar var á fjárfestingahliðinni. Það hefur reynst erfiðast að ná utan um þann lið í þessum bráðabirgðatölum. Þannig að maður gerir ráð fyrir því að hagtölur séu leiðréttar en það breytir því ekki að þetta vekur mikla athygli, sér í lagi vegna mikilvægis þess fyrir hagkerfið í heild sinni,“ segir Halldór Benjamín.„Hagstofan og aðrir hagaðilar eru með það markmið að tölurnar endurspegli undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins sem allra best á hverjum tíma. Á sama tíma verður maður að hafa í huga að það er erfitt að ná utan um þetta fullkomlega og mannleg mistök geta sannarlega átt sér stað. Réttur samanburður væri að skoða hvernig þessu er háttað annars staðar og við sjáum ekki betur en að verklag Hagstofunnar sé með svipuðum hætti og í samanburðarlöndum þó að þessar villur hafi verið óvenjutíðar upp á síðkastið.“ Apple Pay var til vandræða Nýjasta leiðrétting Hagstofunnar var á tölum um veltu greiðslukorta fyrir ágúst og júlí. Stofnunin birti leiðréttingu á tölum um veltu erlendra greiðslukorta í þessum mánuðum. Samkvæmt leiðréttum tölum minnkaði velta erlendra greiðslukorta í ágúst um 2,7 prósent frá fyrra ári. Tölurnar sem Hagstofan birti fyrst sýndu hins vegar 4,7 prósenta aukningu. Þá voru tölur um kortaveltuna í júlí leiðréttar úr 5,1 prósents aukningu í 0,7 prósenta samdrátt.„Hana má rekja til þess að villur voru í þeim gögnum sem Hagstofan fékk. Hagstofan mat að tímanlegar tölur um veltuna án flugfargjalda væru mikilvægar. Reynslan hefur sýnt að upplýsingar um kortaveltu eru oft óstöðugar og háðar mikilli óvissu þar sem fyrirtæki geta fært sig í viðskipti við erlenda aðila um færsluhirðingu, auk þess sem nýir greiðslumátar hafa komið til sögunnar sem óvíst er hvernig koma fram í gögnunum. Hagstofan mun því ekki birta tölur um kortaveltu, nema sem tilraunatölfræði, þar til meiri stöðugleiki og viðunandi gæði fást,“ segir Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri, spurður hver ástæðan að baki villunni hafi verið.Eftir því sem Markaðurinn kemst næst má rekja misræmið að einhverju leyti til þess að greiðslulausnin Apple Pay var tekin í notkun um svipað leyti og hafa þær færslur verið flokkaðar sem erlend kortavelta.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira