Arion horfir til bandarískra banka Helgi Vífill Júlíusson skrifar 2. október 2019 09:00 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að með því að reka markaði sem sér svið sé verið að skerpa á áherslum og koma á meiri aðgreiningu á milli þjónustu og viðskipta á verðbréfamarkaði og verkefna sem eru í eðli sínu fjármögnun eða þjónusta við fyrirtæki. Fréttablaðið/Ernir Nýtt skipurit Arion banka var kynnt í síðustu viku. Í því eru breytingar sem gerðar voru með þrennt í huga: efla hlutverk bankans sem milliliðar á milli þeirra sem þurfa fjármagn og fjármagnseiganda, treysta viðskiptasamband við fyrirtæki með því að veita þeim sérsniðna þjónustu ásamt því að auka hagkvæmni í rekstri og einfalda skipulag. Þetta segir Benedikt Gíslason bankastjóri í samtali við Markaðinn. „Í alþjóðlegum samanburði eru skattar á banka háir og eiginfjárkröfur miklar hér á landi. Það hefur gert það að verkum að lítil arðsemi er af útlánum. Segja má að í því felist sú sýn stjórnvalda og eftirlitsaðila að bankar eigi ekki að taka við skammtíma innlánum og lána þau til lengri tíma. Þess vegna getur það verið arðbærara fyrir Arion banka og hagkvæmara fyrir viðskiptavini að bankinn horfi í ríkari mæli til þess að vera milliliður og leitist við að efla til langs tíma samband bankans við viðskiptavini og veita þeim viðbótarþjónustu. Kosturinn við það fyrirkomulag fyrir fjármálakerfið í heild er að það leiðir til þess að fleiri munu taka þátt í að meta og verðleggja útlánaáhættu. Útlánin ættu því að verða betri,“ segir hann. Að hans sögn var ánægjulegt að sjá hve mikil eftirspurn var eftir 5,5 milljarða króna skuldabréfaútgáfu Haga sem lauk á mánudag. „Það er staðfesting á okkar nálgun og að það sé nú jarðvegur fyrir lífeyrissjóði til að lána stærstu fyrirtækjum landsins. Lífeyrissjóðakerfið okkar er feikilega stórt, er um 150 prósent af landsframleiðslu og fer stækkandi. Það er eðlilegt skref að það láni fyrirtækjum í vaxandi mæli.“Horft til bandarískra banka Við hönnun á nýju skipuriti var meðal annars horft til skipulags bandarískra banka. Benedikt segir að bankar í Bandaríkjunum starfi sem milliliðir í mun ríkari mæli en bankar í Evrópu. Tvö tekjusvið tóku breytingum. Annars vegar fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið sem stýrt er af Ásgeiri H. Reykfjörð Gylfasyni aðstoðarbankastjóra. Hins vegar markaðir sem stýrt er af Margréti Sveinsdóttur. Þriðja tekjusviðið er viðskiptabankastarfsemi sem leitt er af Iðu Brá Benediktsdóttur. Önnur svið eru: fjármálasvið, upplýsingatæknisvið og áhættustýring. „Starfsemi fjárfestingarbankasviðs var endurraðað við skipulagsbreytingarnar,“ segir Benedikt. Fyrirtækjaráðgjöf sem veiti þjónustu varðandi óskráða fjármálagjörninga heyri nú undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, markaðsviðskipti, það er miðlun, tilheyri mörkuðum ásamt eignastýringu. Greiningardeildinni sem einnig var hluti af fjárfestingarbankasviði hafi verið lokað í aðdraganda innleiðingar á nýlegri Evróputilskipun, MiFID II. Samkvæmt tilskipuninni verða bankar að rukka viðskiptavini sérstaklega fyrir greiningar, það má ekki lengur láta þær ekki fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. Starfsmenn deildarinnar færast á önnur svið bankans. Jón Finnbogason, sem hefur gegnt starfi forstöðumanns lánaumsýslu Arion banka frá árinu 2017, leiðir fjármögnunarsvið fyrirtækja hjá bankanum innan fyrirtækja- og fjárfestingarsviðs og Lýður Þór Þorgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs, tók við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar. „Með því að hafa sér svið sem ber nafnið markaðir erum við að skerpa á áherslum og gera meiri aðgreiningu á milli þjónustu og viðskipta á verðbréfamarkaði og verkefna sem eru í eðli sínu fjármögnun eða þjónusta við fyrirtæki. Það gerir það líka að verkum að betur sé hægt að stýra áhættunni sem getur falist í hagsmunaárekstrum,“ segir Benedikt. Þekktist hér áður Hann rifjar upp að þegar EES-samningurinn var leiddur í lög árið 1994 ráku bankarnir dótturfélög sem önnuðust það sem laut að verðbréfamarkaði, Landsbankinn rak til dæmis Landsbréf og Íslandsbanki VÍB, en síðar hafi starfsemin verið færð inn í bankana. „Fyrirkomulagið þekktist því hérlendis líka í einhverri mynd.“ Benedikt segir að bankinn muni nota efnahagsreikninginn með sértækari hætti en áður. Horft verði til þess að sölutryggja fjármögnun fyrirtækja en að fjármögnunin stoppi ekki öll varanlega á efnahagsreikningi bankans heldur seljist áfram eftir því sem markaðsaðstæður leyfa hverju sinni. Til viðskiptabankans færðist þjónusta við lítil og meðalstór fyrirtæki og að hluta eignastýring fyrir einstaklinga. „Viðskiptabankinn er framarlega í hugbúnaðarþróun og stafrænni vegferð. Næstu skref í þeirri vinnu munu snúa að minni og meðalstórum fyrirtækjum og eignastýringu. Við töldum því rétt að nýta þá þekkingu sem byggst hefur upp á því sviði til hagsbóta fyrir fleiri,“ segir hann. Ný staða aðstoðarbankastjóra Aðspurður hvers vegna bankinn hafi nýverið bætt við stöðu aðstoðarbankastjóra segir Benedikt að það endurspegli þær áherslur sem séu að verða á starfsemi fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. „Þetta er stór og viðamikil umbreyting á okkar nálgun og krefst mikillar athygli. Hann kemur einnig til með að einbeita sér að stefnumótun, stjórnun, öflun nýrra viðskiptasambanda og almennum rekstri.“ Á sama tíma og breytt skipurit var kynnt var um hundrað starfsmönnum bankans sagt upp. Skipulagsbreytingarnar eru liður í að ná settum markmiðum um 50 prósenta kostnaðarhlutfall og arðsemi eiginfjár umfram 10 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion banki skoðar að færa markaðsviðskiptin í sérstakt félag Arion banki er nú með það til skoðunar að færa markaðsviðskipti bankans, sem sinnir meðal annars miðlun á verðbréfum og gjaldeyri fyrir viðskiptavini, yfir í sérstakt félag. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Nýtt skipurit Arion banka var kynnt í síðustu viku. Í því eru breytingar sem gerðar voru með þrennt í huga: efla hlutverk bankans sem milliliðar á milli þeirra sem þurfa fjármagn og fjármagnseiganda, treysta viðskiptasamband við fyrirtæki með því að veita þeim sérsniðna þjónustu ásamt því að auka hagkvæmni í rekstri og einfalda skipulag. Þetta segir Benedikt Gíslason bankastjóri í samtali við Markaðinn. „Í alþjóðlegum samanburði eru skattar á banka háir og eiginfjárkröfur miklar hér á landi. Það hefur gert það að verkum að lítil arðsemi er af útlánum. Segja má að í því felist sú sýn stjórnvalda og eftirlitsaðila að bankar eigi ekki að taka við skammtíma innlánum og lána þau til lengri tíma. Þess vegna getur það verið arðbærara fyrir Arion banka og hagkvæmara fyrir viðskiptavini að bankinn horfi í ríkari mæli til þess að vera milliliður og leitist við að efla til langs tíma samband bankans við viðskiptavini og veita þeim viðbótarþjónustu. Kosturinn við það fyrirkomulag fyrir fjármálakerfið í heild er að það leiðir til þess að fleiri munu taka þátt í að meta og verðleggja útlánaáhættu. Útlánin ættu því að verða betri,“ segir hann. Að hans sögn var ánægjulegt að sjá hve mikil eftirspurn var eftir 5,5 milljarða króna skuldabréfaútgáfu Haga sem lauk á mánudag. „Það er staðfesting á okkar nálgun og að það sé nú jarðvegur fyrir lífeyrissjóði til að lána stærstu fyrirtækjum landsins. Lífeyrissjóðakerfið okkar er feikilega stórt, er um 150 prósent af landsframleiðslu og fer stækkandi. Það er eðlilegt skref að það láni fyrirtækjum í vaxandi mæli.“Horft til bandarískra banka Við hönnun á nýju skipuriti var meðal annars horft til skipulags bandarískra banka. Benedikt segir að bankar í Bandaríkjunum starfi sem milliliðir í mun ríkari mæli en bankar í Evrópu. Tvö tekjusvið tóku breytingum. Annars vegar fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið sem stýrt er af Ásgeiri H. Reykfjörð Gylfasyni aðstoðarbankastjóra. Hins vegar markaðir sem stýrt er af Margréti Sveinsdóttur. Þriðja tekjusviðið er viðskiptabankastarfsemi sem leitt er af Iðu Brá Benediktsdóttur. Önnur svið eru: fjármálasvið, upplýsingatæknisvið og áhættustýring. „Starfsemi fjárfestingarbankasviðs var endurraðað við skipulagsbreytingarnar,“ segir Benedikt. Fyrirtækjaráðgjöf sem veiti þjónustu varðandi óskráða fjármálagjörninga heyri nú undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, markaðsviðskipti, það er miðlun, tilheyri mörkuðum ásamt eignastýringu. Greiningardeildinni sem einnig var hluti af fjárfestingarbankasviði hafi verið lokað í aðdraganda innleiðingar á nýlegri Evróputilskipun, MiFID II. Samkvæmt tilskipuninni verða bankar að rukka viðskiptavini sérstaklega fyrir greiningar, það má ekki lengur láta þær ekki fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. Starfsmenn deildarinnar færast á önnur svið bankans. Jón Finnbogason, sem hefur gegnt starfi forstöðumanns lánaumsýslu Arion banka frá árinu 2017, leiðir fjármögnunarsvið fyrirtækja hjá bankanum innan fyrirtækja- og fjárfestingarsviðs og Lýður Þór Þorgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs, tók við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar. „Með því að hafa sér svið sem ber nafnið markaðir erum við að skerpa á áherslum og gera meiri aðgreiningu á milli þjónustu og viðskipta á verðbréfamarkaði og verkefna sem eru í eðli sínu fjármögnun eða þjónusta við fyrirtæki. Það gerir það líka að verkum að betur sé hægt að stýra áhættunni sem getur falist í hagsmunaárekstrum,“ segir Benedikt. Þekktist hér áður Hann rifjar upp að þegar EES-samningurinn var leiddur í lög árið 1994 ráku bankarnir dótturfélög sem önnuðust það sem laut að verðbréfamarkaði, Landsbankinn rak til dæmis Landsbréf og Íslandsbanki VÍB, en síðar hafi starfsemin verið færð inn í bankana. „Fyrirkomulagið þekktist því hérlendis líka í einhverri mynd.“ Benedikt segir að bankinn muni nota efnahagsreikninginn með sértækari hætti en áður. Horft verði til þess að sölutryggja fjármögnun fyrirtækja en að fjármögnunin stoppi ekki öll varanlega á efnahagsreikningi bankans heldur seljist áfram eftir því sem markaðsaðstæður leyfa hverju sinni. Til viðskiptabankans færðist þjónusta við lítil og meðalstór fyrirtæki og að hluta eignastýring fyrir einstaklinga. „Viðskiptabankinn er framarlega í hugbúnaðarþróun og stafrænni vegferð. Næstu skref í þeirri vinnu munu snúa að minni og meðalstórum fyrirtækjum og eignastýringu. Við töldum því rétt að nýta þá þekkingu sem byggst hefur upp á því sviði til hagsbóta fyrir fleiri,“ segir hann. Ný staða aðstoðarbankastjóra Aðspurður hvers vegna bankinn hafi nýverið bætt við stöðu aðstoðarbankastjóra segir Benedikt að það endurspegli þær áherslur sem séu að verða á starfsemi fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. „Þetta er stór og viðamikil umbreyting á okkar nálgun og krefst mikillar athygli. Hann kemur einnig til með að einbeita sér að stefnumótun, stjórnun, öflun nýrra viðskiptasambanda og almennum rekstri.“ Á sama tíma og breytt skipurit var kynnt var um hundrað starfsmönnum bankans sagt upp. Skipulagsbreytingarnar eru liður í að ná settum markmiðum um 50 prósenta kostnaðarhlutfall og arðsemi eiginfjár umfram 10 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion banki skoðar að færa markaðsviðskiptin í sérstakt félag Arion banki er nú með það til skoðunar að færa markaðsviðskipti bankans, sem sinnir meðal annars miðlun á verðbréfum og gjaldeyri fyrir viðskiptavini, yfir í sérstakt félag. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion banki skoðar að færa markaðsviðskiptin í sérstakt félag Arion banki er nú með það til skoðunar að færa markaðsviðskipti bankans, sem sinnir meðal annars miðlun á verðbréfum og gjaldeyri fyrir viðskiptavini, yfir í sérstakt félag. 2. október 2019 07:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent