Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 17:07 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira