Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2019 13:41 Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. Sorpu Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur. Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur.
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45
Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30
Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?