Mikil aukning á árinu í sjálfsvígssímtölum Björn Þorfinnsson skrifar 1. október 2019 07:45 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparlínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira