Að venju verður þéttsetinn laugardagur í dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása, þar sem alls níu viðburðir verða í beinni útsendingu í dag.
Stórliðin á Ítalíu og Spáni eru öll að búa sig undir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni í næstu viku og spila því öll í dag.
Það byrjar nú fyrir hádegi er Barcelona mætir í heimsókn til Eibar klukkan 11.00 en með sigri koma Börsungar sér í toppsæti deildarinnar á Spáni, að minnsta kosti þar til í kvöld er núverandi topplið Real Madrid mætir í heimsókn til Real Madrid klukkan 18.55.
Atletico Madrid er einnig í beinni útsendingu í dag, er liðið tekur á móti Valencia klukkan 14.00.
Það eru þrír leikir ítölsku 1. deildarinnar í dag og verða þeir allir í beinni útsendingu. Hæst ber viðureign toppliðs Juventus gegn Bologna sem hefst klukkan 18.45. Juventus er enn ósigrað í ítölsku deildinni eftir sigur á Inter, 2-1, í toppslagnum fyrir landsleikjahlé.
Enski boltinn er á sínum stað í hádeginu, er Blackburn tekur á móti Hudddrsfield klukkan 11.30. Síðarnefnda liðið byrjaði tímabilið illa en hefur unnið síðustu tvo leiki sína og komið sér þar með úr fallsæti.
Þá verður einnig sýnt frá mikilvægum leik í Olísdeild kvenna, er Fram freistar þess að koma sér aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir Val í toppslagnum með sigri gegn Stjörnunni klukkan 16.00 í dag.
Að síðustu ber að nefna beina útsendingu frá PGA-mótaröðinni, sem er nú stödd í Asíu. Sýnt verður beint frá CJ Cup @ Nine Bridges klukkan 02.00 í nótt.
Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport hér.
Beinar útsendingar í dag:
10.55 Eibar - Barcelona (Sport)
11.25 Blackburn - Huddersfield (Sport 2)
12.55 Lazio - Atalanta (Sport 3)
13.55 Atletico Madrid - Valencia (Sport)
15.50 Fram - Stjarnan (Sport 2)
15.55 Napoli - Hellas Verona (Sport 3)
18.40 Juventus - Bologna (Sport 2)
18.55 Mallorca - Real Madrid (Sport)
02.00 PGA: CJ Cup @ Nine Brigdges (Stöð 2 Golf)
Í beinni í dag: Stórliðin á Spáni og Ítalíu í eldlínunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti


Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti