Af 145 tillögum hafa 6 verið samþykktar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 15:30 Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar