Þrátt fyrir stórleik þá náði Bjarki Már Elísson ekki að vera markahæstur í liði Lemgo sem tapaði fyrir Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Bjarki Már skoraði níu mörk í 34-32 tapi Lemgo á útivelli. Jonathan Carlsbogard var markahæstur með 10 mörk.
Lemgo hafði verið yfir í leiknum í hálfleik, 16-17, en missti leikinn frá sér í seinni hálfleik.
Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í jafntefli við Hannover-Burgdorf.
Leiknum lauk með 29-29 jafntefli en Ljónin höfðu verið með undirtökin í leiknum og leitt 12-15 í hálfleik.
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart í 28-33 tapi fyrir Magdeburg á útivelli. Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu 27-28 fyrir Melsungen.
Bjarki Már skoraði níu í tapi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
