Hárprúðir og valdamiklir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 15:15 Boris Johnsson og Donald Trump þykja um margt líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur. Brexit Donald Trump Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira