Hárprúðir og valdamiklir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 15:15 Boris Johnsson og Donald Trump þykja um margt líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur. Brexit Donald Trump Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira