Sjálfstæði blaðamanna Hjálmar Jónsson skrifar 17. október 2019 12:00 Það hefur verið upplýsandi að fylgjast með tilraunum pólskra og ungverskra stjórnvalda til að ná stjórn á lýðræðislegri umræðu í löndum sínum og sýnir svo ekki verður um villst, að allir sem unna lýðræði og tjáningarfrelsinu sem er forsenda þess, verða að vera stöðugt á varðbergi. Það liggur svo í hlutarins eðli að kjarni tjáningarfrelsisins er rétturinn til þess að tjá skoðanir, sem kunna að vera óvinsælar, móðga eða særa, og/eða eru andstæðar almenningsálitinu og/eða ganga gegn viðurkenndum vísindalegum sannleik á hverjum tíma. Við megum aldrei láta undan þeirri ritskoðun hugarfarsins, sem samfélagsmiðlar meðal annarra ýta undir, með því að samþykkja gagnrýnislaust meirihlutaskoðanir og fordæmingu andstæðra sjónarmiða, hversu vel og rökvíslega þau eru sett fram og í samræmi við gildi okkar. Æðsta skylda blaðamannsins og okkar sem stöndum vörð um hið svokallaða fjórða vald er að varðveita gagnrýna hugsun og berjast gegn öllu því sem tálmar gagnsæi. Þannig veitum við valdinu aðhald. Vald spillir og alræðisvald gjörspillir vegna þess að tjáningarfrelsi er ekki við lýði í þeim löndum þar sem almenningur á ekki rödd. Gott dæmi um tilraunir stjórnvalda til þess að hafa áhrif á tjáningarfrelsið er að finna í stefnuskrá Laga og réttar, ráðandi stjórnmálaflokks í Póllandi og sigurvegara kosninganna um síðustu helgi, en flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að setja sérstakar reglur um blaðamenn og búa til „nýtt fjölmiðlaskipulag” í landinu,” svo vitnað sé í frétt á heimasíðu BÍ, press.is, af þessu tilefni. Mogens Blicher Bjærregaard, forseti Evrópusambands blaðamanna, segir að með því að regluvæða blaðamannastéttina sé verið að binda enda á fjölmiðlafrelsi. Það sé skylda stjórnvalda í lýðfrjálsum ríkjum að styðja skilyrðislaust við frelsi fjölmiðla, en hins vegar sé það skylda blaðamanna og fjölmiðlanna að tryggja siðferðisviðmið og sjálfseftirlit! Nú vill svo óskemmtilega til að jafnvel hér á Ísa köldu landi á hjara veraldar erum við að glíma við draug þessa kyns í gervi svokallaðrar Fjölmiðlanefndar. Svo því sé til haga haldið að þá hefur nefndin ekki enn náð 10 ára aldri, en telur sig samt þess umkomna að segja blaðamönnum hvernig þeir eigi að vinna vinnuna sína með birtingu álitsgerða um efni fjölmiðla og vinnubrögð blaðamanna. Engir blaðamenn vinna þar þó og nánast engin reynsla af blaðamennsku er þar innan dyra. Allt eru þetta vissulega velmeinandi og vel gerðir einstaklingar, en aðalatriðið er að þeir eru hluti af stjórnvaldi og hafa sem slíkir tekið sér það vald að úrskurða hvað sé gjaldgeng blaðamennska og hvað ekki. Sannarlega er það ekki með vilja löggjafans að embættismenn á vegum stjórnvalda hafi tekið sér þetta vald, að mínu mati, heldur er þessi framgangsmáti réttlætur með langsóttum lagatúlkunum. Hitt er dagljóst að á meðan svona er málum háttað getur Fjölmiðlanefnd aldrei haft hlutverk í að úthluta fé til fjölmiðla verði tillögur menntamálaráðherra í þeim efnum að veruleika, sem vonir standa til um. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlum, blaðamönnum og efnistökum þeirra, geta, að mínu viti, ekki úthlutað fjármunum til þeirra, að óbreyttum lögum, standist lagatúlkun Fjölmiðlanefndar. Hvaða augum yrði slíkt fyrirkomulag litið hér á landi ef það væri sett upp í Póllandi eða Ungverjalandi? Í lýðfrjálsum ríkjum eru það einungsis dómstólar sem hafa hlutverki að gegna við að setja tjáningarfrelsinu mörk. Blaðamannafélagið hefur svo staðið sig ágætlega í sjálfseftirliti með starfrækslu siðanefndar í meira en hálfa öld, en til hennar getur almenningur leitað telji hann á sér brotið í fjölmiðlaumfjöllun eða að blaðamenn hafi brotið siðareglur stéttarinnar. Það er svo mikið gleðiefni að nú skuli lokst hilla undir að tillögur komi fram á Alþingi um stuðning við upplýsingakerfið í landinu og menntamálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa sett það mál á oddinn. Miklu skiptir að þau viðmið sem stuðst er við séu hlutlæg og komi að gagni með beinum hætti og ekki sé eytt fjármunum í óþarfa umbúnað. Beinast liggur við að endurgreiða fjölmiðlafyrirtækjum þá skatta sem á þá eru lagðir og stofnun öflugs rannsóknasjóðs um samfélagsmálefni sem fjölmiðlar og einstaklingar þeim tengdir geta sótt til. Miklu skiptir að vel takist til að tryggja hlutlausa og gagnrýna umfjöllun í landinu. Blaðamennska er sannarlega skemmtilegt starf og forréttindi að hafa fengið að gegna því í áratugi. Starfið er fyrst og fremst áhugadrifið, en áhuginn einn og sér dugir ekki endalaust! Háskólamenntaður blaðamaður með eins árs starfsreynslu er með 400.873 kr. í laun á mánuði frá 1. maí 2018 og 15% vantar upp á að laun blaðamanna hafi haldið í við almenna launaþróun í landinu. Þess vegna erum við blaðamenn í fyrsta skipti í rúm 40 ár að undirbúa aðgerðir til framgangs kröfum okkar, illu heilli. Það er hluti af því að bæta upplýsingakerfið í landinu, því til frambúðar verður ekki hægt að búa við þau kjör sem blaðamönnum eru boðin.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið upplýsandi að fylgjast með tilraunum pólskra og ungverskra stjórnvalda til að ná stjórn á lýðræðislegri umræðu í löndum sínum og sýnir svo ekki verður um villst, að allir sem unna lýðræði og tjáningarfrelsinu sem er forsenda þess, verða að vera stöðugt á varðbergi. Það liggur svo í hlutarins eðli að kjarni tjáningarfrelsisins er rétturinn til þess að tjá skoðanir, sem kunna að vera óvinsælar, móðga eða særa, og/eða eru andstæðar almenningsálitinu og/eða ganga gegn viðurkenndum vísindalegum sannleik á hverjum tíma. Við megum aldrei láta undan þeirri ritskoðun hugarfarsins, sem samfélagsmiðlar meðal annarra ýta undir, með því að samþykkja gagnrýnislaust meirihlutaskoðanir og fordæmingu andstæðra sjónarmiða, hversu vel og rökvíslega þau eru sett fram og í samræmi við gildi okkar. Æðsta skylda blaðamannsins og okkar sem stöndum vörð um hið svokallaða fjórða vald er að varðveita gagnrýna hugsun og berjast gegn öllu því sem tálmar gagnsæi. Þannig veitum við valdinu aðhald. Vald spillir og alræðisvald gjörspillir vegna þess að tjáningarfrelsi er ekki við lýði í þeim löndum þar sem almenningur á ekki rödd. Gott dæmi um tilraunir stjórnvalda til þess að hafa áhrif á tjáningarfrelsið er að finna í stefnuskrá Laga og réttar, ráðandi stjórnmálaflokks í Póllandi og sigurvegara kosninganna um síðustu helgi, en flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að setja sérstakar reglur um blaðamenn og búa til „nýtt fjölmiðlaskipulag” í landinu,” svo vitnað sé í frétt á heimasíðu BÍ, press.is, af þessu tilefni. Mogens Blicher Bjærregaard, forseti Evrópusambands blaðamanna, segir að með því að regluvæða blaðamannastéttina sé verið að binda enda á fjölmiðlafrelsi. Það sé skylda stjórnvalda í lýðfrjálsum ríkjum að styðja skilyrðislaust við frelsi fjölmiðla, en hins vegar sé það skylda blaðamanna og fjölmiðlanna að tryggja siðferðisviðmið og sjálfseftirlit! Nú vill svo óskemmtilega til að jafnvel hér á Ísa köldu landi á hjara veraldar erum við að glíma við draug þessa kyns í gervi svokallaðrar Fjölmiðlanefndar. Svo því sé til haga haldið að þá hefur nefndin ekki enn náð 10 ára aldri, en telur sig samt þess umkomna að segja blaðamönnum hvernig þeir eigi að vinna vinnuna sína með birtingu álitsgerða um efni fjölmiðla og vinnubrögð blaðamanna. Engir blaðamenn vinna þar þó og nánast engin reynsla af blaðamennsku er þar innan dyra. Allt eru þetta vissulega velmeinandi og vel gerðir einstaklingar, en aðalatriðið er að þeir eru hluti af stjórnvaldi og hafa sem slíkir tekið sér það vald að úrskurða hvað sé gjaldgeng blaðamennska og hvað ekki. Sannarlega er það ekki með vilja löggjafans að embættismenn á vegum stjórnvalda hafi tekið sér þetta vald, að mínu mati, heldur er þessi framgangsmáti réttlætur með langsóttum lagatúlkunum. Hitt er dagljóst að á meðan svona er málum háttað getur Fjölmiðlanefnd aldrei haft hlutverk í að úthluta fé til fjölmiðla verði tillögur menntamálaráðherra í þeim efnum að veruleika, sem vonir standa til um. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlum, blaðamönnum og efnistökum þeirra, geta, að mínu viti, ekki úthlutað fjármunum til þeirra, að óbreyttum lögum, standist lagatúlkun Fjölmiðlanefndar. Hvaða augum yrði slíkt fyrirkomulag litið hér á landi ef það væri sett upp í Póllandi eða Ungverjalandi? Í lýðfrjálsum ríkjum eru það einungsis dómstólar sem hafa hlutverki að gegna við að setja tjáningarfrelsinu mörk. Blaðamannafélagið hefur svo staðið sig ágætlega í sjálfseftirliti með starfrækslu siðanefndar í meira en hálfa öld, en til hennar getur almenningur leitað telji hann á sér brotið í fjölmiðlaumfjöllun eða að blaðamenn hafi brotið siðareglur stéttarinnar. Það er svo mikið gleðiefni að nú skuli lokst hilla undir að tillögur komi fram á Alþingi um stuðning við upplýsingakerfið í landinu og menntamálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa sett það mál á oddinn. Miklu skiptir að þau viðmið sem stuðst er við séu hlutlæg og komi að gagni með beinum hætti og ekki sé eytt fjármunum í óþarfa umbúnað. Beinast liggur við að endurgreiða fjölmiðlafyrirtækjum þá skatta sem á þá eru lagðir og stofnun öflugs rannsóknasjóðs um samfélagsmálefni sem fjölmiðlar og einstaklingar þeim tengdir geta sótt til. Miklu skiptir að vel takist til að tryggja hlutlausa og gagnrýna umfjöllun í landinu. Blaðamennska er sannarlega skemmtilegt starf og forréttindi að hafa fengið að gegna því í áratugi. Starfið er fyrst og fremst áhugadrifið, en áhuginn einn og sér dugir ekki endalaust! Háskólamenntaður blaðamaður með eins árs starfsreynslu er með 400.873 kr. í laun á mánuði frá 1. maí 2018 og 15% vantar upp á að laun blaðamanna hafi haldið í við almenna launaþróun í landinu. Þess vegna erum við blaðamenn í fyrsta skipti í rúm 40 ár að undirbúa aðgerðir til framgangs kröfum okkar, illu heilli. Það er hluti af því að bæta upplýsingakerfið í landinu, því til frambúðar verður ekki hægt að búa við þau kjör sem blaðamönnum eru boðin.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun