Atvikið þegar læknirinn fékk tæknivíti fyrir að spyrja hvort hún mætti hjálpa meiddum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 10:30 Unnur Tara Jónsdóttir fær hér tæknivillu hjá Ísaki dómara. Mynd/S2 Sport KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira