Borgaði sig að halda Sólningu í rekstri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2019 07:45 Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í þrotabúið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Ákvörðun þrotabús Sólningar um að halda rekstrinum gangandi í stað þess að selja eignir á hrakvirði getur orðið til þess að heimtur kröfuhafa verði mun betri en ella. Skiptastjóri búsins segir að þetta sé sjaldgæf leið sem fleiri skiptastjórar eigi að hafa í huga. Hún eigi þó ekki alltaf við og mikilvægt sé að reynsla og þekking á rekstri sé til staðar. „Það er algjörlega á hreinu í dag að það var betra að fara þessa leið frekar en að auglýsa brunaútsölu eða selja allan lagerinn á hrakvirði til samkeppnisaðila. Eins er orðið ljóst að Sólning og dekkjaverkstæðin, og störfin sem fyrirtækið hefur skapað, verða til staðar næstu árin og það væri ekki staðan í dag ef ákveðið hefði verið að skella í lás þegar félagið fór í þrot,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna og skiptastjóri þrotabús Sólningar. Sólning, stærsti innflytjandi hjólbarða á Íslandi, var tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Gjaldþrotið skildi eftir sig risavaxinn dekkjalager sem taldi 55 þúsund dekk og var metinn á hálfan milljarð króna. „Eftir gjaldþrotið áttum við í viðræðum við stór fyrirtæki á markaði um að þau myndu kaupa allan lagerinn en tilboðin voru einfaldlega ekki ásættanleg,“ segir Erlendur. Í kjölfarið var ákveðið að skoða þann möguleika að halda fyrirtækinu í rekstri í gegnum þrotabúið. Eftir gerð á rekstraráætlun og fundi með starfsmönnum og stórum viðskiptavinum var niðurstaðan sú að meiri líkur en minni væru á því að þessi leið myndi skila þrotabúinu meiru en hefðbundin gjaldþrotaskipti. Spurður hvort það hafi gengið eftir svarar Erlendur játandi. „Við höfum náð 60 prósentum af markmiði okkar hvað sölu varðar og eigum ansi mikið inni Ég bind vonir við að heimtur fyrir kröfuhafa verði yfir 50 prósent þegar upp er staðið. Þær hefðu í besta falli verið 20-25 prósent ef við hefðum ákveðið að selja allar eignir strax eftir gjaldþrot en algengt er að heimtur úr gjaldþrota félögum séu á bilinu 0-10 prósent. Þannig að ef þær fara yfir 50 prósent er ég sáttur en það mun auðvitað velta á því hvernig salan gengur í vetur. Ef það fer að frysta og við fáum alvöru vetrartíð þá munu áætlanir um sölu ganga eftir,“ segir Erlendur.Er þetta leið sem skiptastjórar eiga að horfa til í meiri mæli? „Já, þeir geta gert það en það er alveg ljóst að þessari leið fylgir áhætta sem skiptastjóri verður að vera meðvitaður um og eins þurfa að vera til staðar starfsmenn sem hann ber fullt traust til. Ef ég hefði farið þarna inn og ætlað að standa sjálfur í dekkjasölu hefði það mjög líklega farið illa en við vorum með Jón Hauksson sölustjóra sem er með áratugareynslu af þessum bransa og frábær starfsmaður. Og með góðu fólki getur svona verkefni fyllilega gengið upp,“ segir Erlendur. „Til að láta svona verkefni virka skiptir máli að það séu ekki eingöngu lögfræðimenntaðir skiptastjórar að stjórna ferðinni. Þá getur kostnaðurinn auðveldlega rokið upp því þar vantar jafnan upp á rekstrarkunnáttuna.“ Langstærsti kröfuhafinn er Landsbankinn en kröfur bankans nema 415 milljónum króna og eru þær með veð í birgðum félagsins. Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í búið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Erlendur segir að allir samningar sem voru gerðir í kjölfar gjaldþrotsins byggist á því að sölu á eignum búsins ljúki um áramótin. Eftir það taki við hefðbundnir þættir gjaldþrotaskipta, svo sem eftirfylgni riftunarmála og innheimta krafna.Reyndu að selja árið 2017 Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og var fyrirtækið með um 35 prósenta markaðshlutdeild. Sama ár var kannaður möguleiki á að selja fyrirtækið. Enginn áhugi var til staðar og því fór söluferlið ekki lengra. Eigandi Sólningar var Gunnar Justinussen sem keypti fyrirtækið árið 2012 keypti af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sólningar sagði í kjölfar gjaldþrotsins að lítil sala hafði verið á dekkjum á síðasta ári. Þetta væri fjárfrekur rekstur og of stór innkaup á vetrardekkum, miðað við milda veturinn sem þá var fram undan, hefðu sligað fyrirtækið. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32 Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Ákvörðun þrotabús Sólningar um að halda rekstrinum gangandi í stað þess að selja eignir á hrakvirði getur orðið til þess að heimtur kröfuhafa verði mun betri en ella. Skiptastjóri búsins segir að þetta sé sjaldgæf leið sem fleiri skiptastjórar eigi að hafa í huga. Hún eigi þó ekki alltaf við og mikilvægt sé að reynsla og þekking á rekstri sé til staðar. „Það er algjörlega á hreinu í dag að það var betra að fara þessa leið frekar en að auglýsa brunaútsölu eða selja allan lagerinn á hrakvirði til samkeppnisaðila. Eins er orðið ljóst að Sólning og dekkjaverkstæðin, og störfin sem fyrirtækið hefur skapað, verða til staðar næstu árin og það væri ekki staðan í dag ef ákveðið hefði verið að skella í lás þegar félagið fór í þrot,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna og skiptastjóri þrotabús Sólningar. Sólning, stærsti innflytjandi hjólbarða á Íslandi, var tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Gjaldþrotið skildi eftir sig risavaxinn dekkjalager sem taldi 55 þúsund dekk og var metinn á hálfan milljarð króna. „Eftir gjaldþrotið áttum við í viðræðum við stór fyrirtæki á markaði um að þau myndu kaupa allan lagerinn en tilboðin voru einfaldlega ekki ásættanleg,“ segir Erlendur. Í kjölfarið var ákveðið að skoða þann möguleika að halda fyrirtækinu í rekstri í gegnum þrotabúið. Eftir gerð á rekstraráætlun og fundi með starfsmönnum og stórum viðskiptavinum var niðurstaðan sú að meiri líkur en minni væru á því að þessi leið myndi skila þrotabúinu meiru en hefðbundin gjaldþrotaskipti. Spurður hvort það hafi gengið eftir svarar Erlendur játandi. „Við höfum náð 60 prósentum af markmiði okkar hvað sölu varðar og eigum ansi mikið inni Ég bind vonir við að heimtur fyrir kröfuhafa verði yfir 50 prósent þegar upp er staðið. Þær hefðu í besta falli verið 20-25 prósent ef við hefðum ákveðið að selja allar eignir strax eftir gjaldþrot en algengt er að heimtur úr gjaldþrota félögum séu á bilinu 0-10 prósent. Þannig að ef þær fara yfir 50 prósent er ég sáttur en það mun auðvitað velta á því hvernig salan gengur í vetur. Ef það fer að frysta og við fáum alvöru vetrartíð þá munu áætlanir um sölu ganga eftir,“ segir Erlendur.Er þetta leið sem skiptastjórar eiga að horfa til í meiri mæli? „Já, þeir geta gert það en það er alveg ljóst að þessari leið fylgir áhætta sem skiptastjóri verður að vera meðvitaður um og eins þurfa að vera til staðar starfsmenn sem hann ber fullt traust til. Ef ég hefði farið þarna inn og ætlað að standa sjálfur í dekkjasölu hefði það mjög líklega farið illa en við vorum með Jón Hauksson sölustjóra sem er með áratugareynslu af þessum bransa og frábær starfsmaður. Og með góðu fólki getur svona verkefni fyllilega gengið upp,“ segir Erlendur. „Til að láta svona verkefni virka skiptir máli að það séu ekki eingöngu lögfræðimenntaðir skiptastjórar að stjórna ferðinni. Þá getur kostnaðurinn auðveldlega rokið upp því þar vantar jafnan upp á rekstrarkunnáttuna.“ Langstærsti kröfuhafinn er Landsbankinn en kröfur bankans nema 415 milljónum króna og eru þær með veð í birgðum félagsins. Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í búið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Erlendur segir að allir samningar sem voru gerðir í kjölfar gjaldþrotsins byggist á því að sölu á eignum búsins ljúki um áramótin. Eftir það taki við hefðbundnir þættir gjaldþrotaskipta, svo sem eftirfylgni riftunarmála og innheimta krafna.Reyndu að selja árið 2017 Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og var fyrirtækið með um 35 prósenta markaðshlutdeild. Sama ár var kannaður möguleiki á að selja fyrirtækið. Enginn áhugi var til staðar og því fór söluferlið ekki lengra. Eigandi Sólningar var Gunnar Justinussen sem keypti fyrirtækið árið 2012 keypti af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sólningar sagði í kjölfar gjaldþrotsins að lítil sala hafði verið á dekkjum á síðasta ári. Þetta væri fjárfrekur rekstur og of stór innkaup á vetrardekkum, miðað við milda veturinn sem þá var fram undan, hefðu sligað fyrirtækið.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32 Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32
Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30