Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 08:00 Erdogan er enn kokhraustur. Nordicphotos/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira