Vel gert Kolbeinn Marteinsson skrifar 17. október 2019 08:15 Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun