Unnur Tara: Þú verður að hjálpa fólki í neyð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 23:10 Unnur Tara Jónsdóttir í baráttunni á síðasta tímabili Vísir/Daníel Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira