Unnur Tara: Þú verður að hjálpa fólki í neyð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 23:10 Unnur Tara Jónsdóttir í baráttunni á síðasta tímabili Vísir/Daníel Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum