Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:45 Jagmeet Singh og Justin Trudeau ræðast við fyrr í mánuðinum. EPA Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag. Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag.
Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira