Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 14:48 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um tímamótasamkomulag að ræða. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?