Þau Ragga og Gísli Páll hafa verið að rugla saman reitum í nokkurn tíma og virðast ná vel saman. Bæði eru annálaðir húmoristar, hafa gaman af lífinu og mikið íþróttafólk.
Gísli Páll lék með Kórdrengjum í íslenska fótboltanum í sumar en áður hafði hann verið á mála hjá Þór og Breiðablik.
Ragnheiður var flott körfuboltakona á sínum tíma, spilaði meðal annars með Haukum, Keflavík og Breiðabliki. Hún var áður gift Ragnari Sigurðssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu.
Hér að neðan má sjá af þeim saman frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en þau birtu bæði einnig mynd af sér saman í Instagram-stories um helgina.
