SI losa sig við vottunarstofu Björn Þorfinnsson skrifar 14. október 2019 06:45 Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar. Fréttablaðið/Anton Brink Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira