Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2025 14:58 Tæknifyrirtækið Vélfag á Norðurlandi sætir þvingunaraðgerðum vegna ætlaðra tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið koma nálægt skuggaflota Rússa. Vélfag Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“. Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“.
Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49