Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. október 2019 19:30 Þegar Heiða og kærasti hennar Elli ætla að gera vel við sig verður þessi réttur oftast fyrir valinu ásamt góðu rauðvíni og kósý stemmningu. Vilhelm Gunnarsson Þegar ég spurði Ella hvað væri það besta sem ég eldaði fyrir hann þá var hann ekki lengi að svara og sagði: „Beikon pastað!“ Þetta segir fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Aðalheiður Ýr Óladóttir eða Heiða eins og hún er oftast kölluð. Heiða er fyrsti viðmælandi Makamála í viðtalsliðnum Matarást. „Þó að Elli segi nú oft við mig að allt sem ég geri sé gott þá er þessi réttur búinn að vera í uppáhaldi síðustu tvö ár en uppskriftin þróaðist þegar ég var ólétt og varð sjúk í pasta. Ég fór þá að hugsa hvernig ég gæti gert kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn.“ Litla stráknum okkar, Óla, þykir pastað líka alveg rosalega gott og erum við búin að halda nokkur matarboð þar sem vinir og fjölskylda hafa hreinlega pantað þennan rétt. „Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“ En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best: Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu Uppskrift: 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum. 1 pakki beikon. 2 kjúklingabringur (má sleppa). ½-1 pakki skinka. 1 bakki sveppir. 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu. ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma. 1 tsk kjötkraftur. Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri. Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum. Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk. Skerið sveppi niður og steikið á pönnu. Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu. Skerið skinku niður í smáa bita. Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við. Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost. Vilhelm Gunnarsson Makamál þakka Heiðu kærlega fyrir að deila þessari uppskrift með okkur og fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Heiðu þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Pastaréttir Svínakjöt Uppskriftir Matarást Tengdar fréttir Góða nótt kossinn lifir enn Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast langflestir lesenda Vísis sem eru í sambandi næstum alltaf kyssa makann sinn góða nótt. 15. október 2019 22:30 Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þegar ég spurði Ella hvað væri það besta sem ég eldaði fyrir hann þá var hann ekki lengi að svara og sagði: „Beikon pastað!“ Þetta segir fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Aðalheiður Ýr Óladóttir eða Heiða eins og hún er oftast kölluð. Heiða er fyrsti viðmælandi Makamála í viðtalsliðnum Matarást. „Þó að Elli segi nú oft við mig að allt sem ég geri sé gott þá er þessi réttur búinn að vera í uppáhaldi síðustu tvö ár en uppskriftin þróaðist þegar ég var ólétt og varð sjúk í pasta. Ég fór þá að hugsa hvernig ég gæti gert kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn.“ Litla stráknum okkar, Óla, þykir pastað líka alveg rosalega gott og erum við búin að halda nokkur matarboð þar sem vinir og fjölskylda hafa hreinlega pantað þennan rétt. „Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“ En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best: Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu Uppskrift: 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum. 1 pakki beikon. 2 kjúklingabringur (má sleppa). ½-1 pakki skinka. 1 bakki sveppir. 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu. ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma. 1 tsk kjötkraftur. Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri. Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum. Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk. Skerið sveppi niður og steikið á pönnu. Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu. Skerið skinku niður í smáa bita. Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við. Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost. Vilhelm Gunnarsson Makamál þakka Heiðu kærlega fyrir að deila þessari uppskrift með okkur og fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Heiðu þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Pastaréttir Svínakjöt Uppskriftir Matarást Tengdar fréttir Góða nótt kossinn lifir enn Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast langflestir lesenda Vísis sem eru í sambandi næstum alltaf kyssa makann sinn góða nótt. 15. október 2019 22:30 Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Góða nótt kossinn lifir enn Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast langflestir lesenda Vísis sem eru í sambandi næstum alltaf kyssa makann sinn góða nótt. 15. október 2019 22:30
Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00
Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45