Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 10:35 Jaroslaw Kaczynski er formaður Laga og réttlætis. Hann hefur þó ekki viljað forsætisráðherrastólinn. Vísir/EPA Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50