John Kerry sagði íslenska heilbrigðiskerfið hafa komið sér í gegnum ávarp sitt í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“ Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“
Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira