Landnámshænur leigðar sumarbústaðaeigendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2019 19:15 Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira