Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. október 2019 13:29 Margir í hópnum sem um ræðir eru sprautufíklar sem eru ekki að smitast í fyrsta sinn. Vísir/Getty Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira