Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 12:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00
Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45