Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2019 09:45 Japanir búa sig nú undir að Hagibis, öflugasti fellibylur sem sést hefur í Japan í 60 ár, nái landi. Vísir/AP Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála. Japan Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála.
Japan Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira