Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 23:00 Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15