Vill skoða að lækka fasteignaskatt á umhverfisvæn fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2019 14:00 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. FBL/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira