Fyrsta tap Englands í tíu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. október 2019 21:45 Tékkar fögnuðu sigri á heimavelli sínum vísir/getty England tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 10 ár þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Tékkum ytra í undankeppni EM 2020 í kvöld. Englendingar hefðu getað tryggt sæti sitt í lokakeppni EM með sigri á Tékkum en þeir þurfa að bíða lengur eftir að hafa tapað sanngjarnt fyrir Tékkum. Gestirnir frá Englandi byrjuðu leikinn eins og á var kosið þegar Harry Kane kom þeim yfir úr vítaspyrnu á 5. mínútu leiksins. Tékkar jöfnuðu hins vegar aðeins þremur mínútum seinna og var þar Jakub Brabec að verki með marki upp úr hornspyrnu. Það var varamaðurinn Zdenek Ondrasek sem tryggði Tékkum sigurinn með marki á síðustu mínútum leiksins, lokatölur urðu 2-1 fyrir Tékka. Liðin eru nú jöfn að stigum í riðlinum, en Englendingar hafa leikið einum leik minna. Þeir geta tryggt sæti sitt á EM með sigri gegn Búlgörum á mánudag ef Kósovó nær ekki að sigra Svartfjallaland. Svartfjallaland og Búlgaría gerðu markalaust jafntefli í riðlinum í kvöld. EM 2020 í fótbolta England
England tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 10 ár þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Tékkum ytra í undankeppni EM 2020 í kvöld. Englendingar hefðu getað tryggt sæti sitt í lokakeppni EM með sigri á Tékkum en þeir þurfa að bíða lengur eftir að hafa tapað sanngjarnt fyrir Tékkum. Gestirnir frá Englandi byrjuðu leikinn eins og á var kosið þegar Harry Kane kom þeim yfir úr vítaspyrnu á 5. mínútu leiksins. Tékkar jöfnuðu hins vegar aðeins þremur mínútum seinna og var þar Jakub Brabec að verki með marki upp úr hornspyrnu. Það var varamaðurinn Zdenek Ondrasek sem tryggði Tékkum sigurinn með marki á síðustu mínútum leiksins, lokatölur urðu 2-1 fyrir Tékka. Liðin eru nú jöfn að stigum í riðlinum, en Englendingar hafa leikið einum leik minna. Þeir geta tryggt sæti sitt á EM með sigri gegn Búlgörum á mánudag ef Kósovó nær ekki að sigra Svartfjallaland. Svartfjallaland og Búlgaría gerðu markalaust jafntefli í riðlinum í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti