Sport

Brady tók fram úr Manning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Manning.
Brady og Manning. vísir/getty
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, má vart stíga inn á völlinn þessa dagana án þess að slá met.

Í síðustu viku komst Brady upp í þriðja sæti yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst í sögu deildarinnar. Hann fór þá fram úr Brett Favre.





Í nótt hoppaði hann svo upp í annað sætið og henti um leið Peyton Manning í þriðja sætið.

Það er enn ansi langt í Drew Brees, leikstjórnanda New Orleans, sem trónir á toppnum. Brees er enn að spila og því verður Brady líklega að gera sér að góðu að enda í öðru sæt á þessum lista.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×