Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Hjörvar Ólafsson skrifar 11. október 2019 14:00 Strákarnir okkar í landsliðinu létu kuldalegar aðstæður á Laugardalsvelli ekki trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira