Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. október 2019 06:15 Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Vísir/vilhelm „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira