Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 22:30 El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey. AP/Hussein Malla Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra. Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra.
Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55