Þórarinn opnar veitingastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 10:30 Þórarinn Ævarsson, forstöðumaður Spaðans. FBL/Ernir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi. IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi.
IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00